Fylgir hugur máli hjá Samfylkingunni? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. desember 2010 05:00 Flokksráð Samfylkingarinnar, sem kom saman um síðustu helgi, fjallaði um skýrslu svokallaðrar umbótanefndar, sem sett var á laggirnar eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Nefndin beindi talsvert harðri gagnrýni að flokknum, stofnunum hans og starfsháttum. Flokksráðið samþykkti býsna afdráttarlausa afsökunarbeiðni: „Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum [á öllu klúðrinu í aðdraganda hrunsins]. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins." Það er ekki rétt, sem einhverjir hafa haldið fram, að Samfylkingin sé með þessu fyrst flokkanna til að biðjast afsökunar á sínum þætti í hruninu. Það sama gerði Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum í marz 2009, á grundvelli ekki ósvipaðrar skýrslu sem kennd var við endurreisn. Þar var nánast sama orðalag notað: „Sjálfstæðisflokkurinn axlar þessa ábyrgð og biðst afsökunar á því sem miður fór en hann átti að gera betur." Á þessari afsökunarbeiðni tók almenningur hæfilega mikið mark, líklega vegna þess að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins, var sár yfir gagnrýni á eigin störf í endurreisnarskýrslunni og formælti henni duglega á fundinum, undir dynjandi lófataki flestra landsfundarfulltrúa. Undanfarna mánuði hafa sjálfstæðismenn þó unnið hægt og hljótt að því að útfæra nánar ýmislegt af því sem kom fram í endurreisnarskýrslunni og skipuðu nýlega þrjár nefndir sem eiga að halda því starfi áfram. Sama ætlar Samfylkingin að gera; reyna að festa nýja starfshætti og siði í sessi innan flokksins. Það er virðingarvert. Þó hlýtur að læðast að fólki vafi um að hugur fylgi að öllu leyti máli hjá Samfylkingarfólki. Þannig var niðurstaða flokksráðsins að nú ætti ekki að taka einstaklinga fyrir vegna þess sem aflaga fór í bankahruninu: „Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka." Þetta er hárrétt, en þó ekki mjög sannfærandi frá flokknum sem réði úrslitum um að einstaklingurinn Geir H. Haarde er einn ákærður fyrir Landsdómi en forystumenn Samfylkingarinnar sleppa við slíka ákæru. Það er yfirborðsmennska og tvískinnungur af þessu tagi, sem stendur Samfylkingunni fyrir þrifum. Hvað sem því líður, hafa tveir stærstu stjórnmálaflokkar þjóðarinnar, sem sátu saman í ríkisstjórn þegar bankakerfið og gjaldmiðillinn hrundu, beðizt afsökunar á sínum þætti í aðdraganda hrunsins og vinna að því að breyta starfsháttum sínum í framhaldinu. Framsóknarflokkurinn, sem sat í ríkisstjórn í tólf ár og hvarf úr henni hálfu öðru ári fyrir hrun, hefur hins vegar kerfisbundið komið sér hjá því að horfast í augu við fortíðina og ábyrgð sína á þeim ákvörðunum, sem teknar voru í aðdraganda hrunsins - hvað þá þeirri ónýtu stjórnmálamenningu, sem rannsóknarnefnd Alþingis felldi yfir áfellisdóm. Núverandi flokksformaður baðst vissulega afsökunar á flokksráðsfundi fyrr á þessu ári, en hvenær ætla Framsóknarmenn að ráðast í sambærilega greiningu á eigin mistökum og þá, sem hinir flokkarnir hafa gert? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flokksráð Samfylkingarinnar, sem kom saman um síðustu helgi, fjallaði um skýrslu svokallaðrar umbótanefndar, sem sett var á laggirnar eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Nefndin beindi talsvert harðri gagnrýni að flokknum, stofnunum hans og starfsháttum. Flokksráðið samþykkti býsna afdráttarlausa afsökunarbeiðni: „Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum [á öllu klúðrinu í aðdraganda hrunsins]. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins." Það er ekki rétt, sem einhverjir hafa haldið fram, að Samfylkingin sé með þessu fyrst flokkanna til að biðjast afsökunar á sínum þætti í hruninu. Það sama gerði Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum í marz 2009, á grundvelli ekki ósvipaðrar skýrslu sem kennd var við endurreisn. Þar var nánast sama orðalag notað: „Sjálfstæðisflokkurinn axlar þessa ábyrgð og biðst afsökunar á því sem miður fór en hann átti að gera betur." Á þessari afsökunarbeiðni tók almenningur hæfilega mikið mark, líklega vegna þess að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins, var sár yfir gagnrýni á eigin störf í endurreisnarskýrslunni og formælti henni duglega á fundinum, undir dynjandi lófataki flestra landsfundarfulltrúa. Undanfarna mánuði hafa sjálfstæðismenn þó unnið hægt og hljótt að því að útfæra nánar ýmislegt af því sem kom fram í endurreisnarskýrslunni og skipuðu nýlega þrjár nefndir sem eiga að halda því starfi áfram. Sama ætlar Samfylkingin að gera; reyna að festa nýja starfshætti og siði í sessi innan flokksins. Það er virðingarvert. Þó hlýtur að læðast að fólki vafi um að hugur fylgi að öllu leyti máli hjá Samfylkingarfólki. Þannig var niðurstaða flokksráðsins að nú ætti ekki að taka einstaklinga fyrir vegna þess sem aflaga fór í bankahruninu: „Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka." Þetta er hárrétt, en þó ekki mjög sannfærandi frá flokknum sem réði úrslitum um að einstaklingurinn Geir H. Haarde er einn ákærður fyrir Landsdómi en forystumenn Samfylkingarinnar sleppa við slíka ákæru. Það er yfirborðsmennska og tvískinnungur af þessu tagi, sem stendur Samfylkingunni fyrir þrifum. Hvað sem því líður, hafa tveir stærstu stjórnmálaflokkar þjóðarinnar, sem sátu saman í ríkisstjórn þegar bankakerfið og gjaldmiðillinn hrundu, beðizt afsökunar á sínum þætti í aðdraganda hrunsins og vinna að því að breyta starfsháttum sínum í framhaldinu. Framsóknarflokkurinn, sem sat í ríkisstjórn í tólf ár og hvarf úr henni hálfu öðru ári fyrir hrun, hefur hins vegar kerfisbundið komið sér hjá því að horfast í augu við fortíðina og ábyrgð sína á þeim ákvörðunum, sem teknar voru í aðdraganda hrunsins - hvað þá þeirri ónýtu stjórnmálamenningu, sem rannsóknarnefnd Alþingis felldi yfir áfellisdóm. Núverandi flokksformaður baðst vissulega afsökunar á flokksráðsfundi fyrr á þessu ári, en hvenær ætla Framsóknarmenn að ráðast í sambærilega greiningu á eigin mistökum og þá, sem hinir flokkarnir hafa gert?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun