Lífið

Feðgar til Flórens

Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen spila á þrennum tónleikum í Flórens á næstunni.
Fréttablaðið/Rósa
Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen spila á þrennum tónleikum í Flórens á næstunni. Fréttablaðið/Rósa

Raftónlistardúóið Stereo Hypno­sis, sem samanstendur af feðgunum Óskari og Pan Thorarensen, spilar á þrennum tónleikum í Flórens á Ítalíu dagana 13., 15. og 19. júní.

Þeir spila á menningar­hátíðinni La Cité Cultural Festival, í Villa Strozzi og á útitónleikunum Parcosud.

Þeir feðgar eru einnig að undirbúa stóra raftónlistarhátíð á Snæfellsnesinu helgina 6. til 8. ágúst, Extreme Chill Festival eða Undir jökli. Meðal þeirra sem stíga þar á svið verða Reptil­icus, Biogen, Yagya, Ruxpin, Futuregrapher og Xerxes frá Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.