Bensínstöð óafgreidd eftir þrjú ár í kerfinu 11. febrúar 2010 03:30 Þrátt fyrir að vera vestan Hrútafjarðarár telst nýi Staðarskálinn vera í Húnaþingi vestra sem veitti leyfi fyrir skálanum sem reistur var árið 2008. Fagrabrekka þar skammt undan er í Bæjarhreppi sem hefur verið á fjórða ár að afgreiða umsókn um heimild fyrir bensínstöð. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta eru alveg ótrúleg vinnubrögð. Ég bara botna ekkert í þessu,“ segir Eyjólfur Vilhelmsson, eigandi jarðarinnar Fögrubrekku í Hrútafirði, um áralangar tafir á að sveitarstjórn Bæjarhrepps afgreiði umsókn um heimild til að reisa bensínstöð á landi hans. Eyjólfur og Skeljungur hf. óskuðu eftir því á árinu 2006 að gerðar yrðu breytingar á skipulagi þannig að fyrirtækið gæti byggt þjónustustöð og verslun í landi Eyjólfs. Fagrabrekka er norðan við Brú í vestanverðum Hrútafirði, einmitt við hringveginn eftir að hann var fluttur fyrir nokkrum misserum. Nokkur hundruð metrum norðan við stæði fyrirhugaðrar bensínstöðvar Skeljungs er nýi Staðarskálinn sem N1 rekur. Á síðasta hreppsnefndarfundi óskaði minnihlutinn eftir skýringum á því af hverju sveitarstjórnin hefði ekki auglýst breytt skipulag á Fögrubrekku þrátt fyrir að skipulagið hafi loks verið samþykkt í sveitarstjórn í ágúst 2008, eða fyrir einu og hálfu ári. „Farið er fram á að oddviti Bæjarhrepps veiti skýr og afdráttarlaus svör við því hvað tefur framgang þessa máls,“ sagði í bókun minnihlutans. Sigurður Kjartansson oddviti veitti fá svör á fundinum en sagði þó að verið væri að „vinna í þessum málum“ og hann teldi eðlilegt að ný sveitarstjórn auglýsti breytingar á skipulaginu. Með öðrum orðum þá kveðst oddvitinn ætla að láta málið bíða þar til eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. „Ég ætla ekkert að svara því bara. Það er bara mín skoðun,“ segir Sigurður spurður hvers vegna hann telji eðlilegt að mál Fögrubrekku bíði fram yfir kosningar. „Það hafa fleiri skipulagsmál verið á könnu sveitarfélagsins sem hafa tekið langan tíma og hefur verið lögð meiri áhersla á að klára,“ bætir oddvitinn við til nánari skýringar á þeim drætti sem þegar er orðinn á málinu. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé pólitík. Þetta er bara eiginhagsmunapot,“ útskýrir Eyjólfur. Þar vísar hann til hagsmuna í kringum nýja Staðarskálann sem vitanlega myndi fá samkeppni frá nýrri þjónustustöð kippkorn í burtu. „Mín þolinmæði er nú að bresta,“ segir Eyjólfur sem kveður málið hafa reynst sér erfitt viðfangs því hann aki skólabíl og sé þannig starfsmaður Bæjarhrepps. gar@frettabladid.is Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
„Þetta eru alveg ótrúleg vinnubrögð. Ég bara botna ekkert í þessu,“ segir Eyjólfur Vilhelmsson, eigandi jarðarinnar Fögrubrekku í Hrútafirði, um áralangar tafir á að sveitarstjórn Bæjarhrepps afgreiði umsókn um heimild til að reisa bensínstöð á landi hans. Eyjólfur og Skeljungur hf. óskuðu eftir því á árinu 2006 að gerðar yrðu breytingar á skipulagi þannig að fyrirtækið gæti byggt þjónustustöð og verslun í landi Eyjólfs. Fagrabrekka er norðan við Brú í vestanverðum Hrútafirði, einmitt við hringveginn eftir að hann var fluttur fyrir nokkrum misserum. Nokkur hundruð metrum norðan við stæði fyrirhugaðrar bensínstöðvar Skeljungs er nýi Staðarskálinn sem N1 rekur. Á síðasta hreppsnefndarfundi óskaði minnihlutinn eftir skýringum á því af hverju sveitarstjórnin hefði ekki auglýst breytt skipulag á Fögrubrekku þrátt fyrir að skipulagið hafi loks verið samþykkt í sveitarstjórn í ágúst 2008, eða fyrir einu og hálfu ári. „Farið er fram á að oddviti Bæjarhrepps veiti skýr og afdráttarlaus svör við því hvað tefur framgang þessa máls,“ sagði í bókun minnihlutans. Sigurður Kjartansson oddviti veitti fá svör á fundinum en sagði þó að verið væri að „vinna í þessum málum“ og hann teldi eðlilegt að ný sveitarstjórn auglýsti breytingar á skipulaginu. Með öðrum orðum þá kveðst oddvitinn ætla að láta málið bíða þar til eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. „Ég ætla ekkert að svara því bara. Það er bara mín skoðun,“ segir Sigurður spurður hvers vegna hann telji eðlilegt að mál Fögrubrekku bíði fram yfir kosningar. „Það hafa fleiri skipulagsmál verið á könnu sveitarfélagsins sem hafa tekið langan tíma og hefur verið lögð meiri áhersla á að klára,“ bætir oddvitinn við til nánari skýringar á þeim drætti sem þegar er orðinn á málinu. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé pólitík. Þetta er bara eiginhagsmunapot,“ útskýrir Eyjólfur. Þar vísar hann til hagsmuna í kringum nýja Staðarskálann sem vitanlega myndi fá samkeppni frá nýrri þjónustustöð kippkorn í burtu. „Mín þolinmæði er nú að bresta,“ segir Eyjólfur sem kveður málið hafa reynst sér erfitt viðfangs því hann aki skólabíl og sé þannig starfsmaður Bæjarhrepps. gar@frettabladid.is
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira