Blindur leiðir haltan Guðrún Guðlaugsdóttir skrifar 11. febrúar 2010 06:00 Haltur leiðir blindan er fremur geðfellt hugtak og merkir tvo einstaklinga sem báðir eru ófullkomnir en bæta hvor annan upp þegar þeir þokast áfram lífsveginn. Öllu óviðfelldnari er sú mynd að blindur hafi forystuna og leiði hinn halta á vegferðinni. Við þá hugsýn fer maður strax að óttast að slíkum tveimur einstaklingum hlekkist á. Á Íslandi hefur hið síðara orðið raunin og leiddi það til bankahruns. Siðblindingjar eru víst allt að 3.000 hér á landi, séu rannsóknir í Bandaríkjunum yfirfærðar á mannfjölda hér. Þeir siðblindu leiddu hina siðferðilega haltrandi sem reyndust nægilega margir til þess að hið ískyggilega ferðalag endaði í verulega harkalegum árekstri sem allir hér eru nú að blæða fyrir, fjárhagslega og andlega. Siðblindingjar geta víst ekki séð villu sína og eiga alltaf málsbætur sjálfum sér til handa, hversu slæmt sem framferði þeirra er gagnvart öðrum. Öllu einkennilegra er að þeir sem hafa sjón en eru siðferðilega haltrandi neiti að opna augun og viðurkenna hvað aflaga hefur farið á vegferðinni. Of margir neita að sjá villuna sem þeir létu leiða sig í. Sumir taka aukinheldur upp háttalag siðblindingjans og finna afsökun fyrir því alvarlega ástandi sem þeir hafa fyrir tilstilli siðblindingjans leitt yfir þjóð sína. Það er alltaf slæmt þegar hópar fólks láta gera sig þannig að hálfblindum hjarðdýrum sem ana áfram án þess að staldra við. Nú þarf fólk að opna augun og fá nýja sýn á framtíðina. Það er vænlegra til árangurs að skoða hvað aflaga hefur farið en gera útlendinga að blórabögglum fyrir vandræðum okkar. Varla skilar heldur góðum árangri að ráðast gegn því fólki sem er að reyna að rétta kúrsinn eftir villuferðina. Það er mikilvægt að varast aðferðir siðblindingja - upphrópanir og afneitun. Við þurfum vandað hugarfar til að móta nýtt Ísland og efnahagslegt svigrúm svo það takist. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Haltur leiðir blindan er fremur geðfellt hugtak og merkir tvo einstaklinga sem báðir eru ófullkomnir en bæta hvor annan upp þegar þeir þokast áfram lífsveginn. Öllu óviðfelldnari er sú mynd að blindur hafi forystuna og leiði hinn halta á vegferðinni. Við þá hugsýn fer maður strax að óttast að slíkum tveimur einstaklingum hlekkist á. Á Íslandi hefur hið síðara orðið raunin og leiddi það til bankahruns. Siðblindingjar eru víst allt að 3.000 hér á landi, séu rannsóknir í Bandaríkjunum yfirfærðar á mannfjölda hér. Þeir siðblindu leiddu hina siðferðilega haltrandi sem reyndust nægilega margir til þess að hið ískyggilega ferðalag endaði í verulega harkalegum árekstri sem allir hér eru nú að blæða fyrir, fjárhagslega og andlega. Siðblindingjar geta víst ekki séð villu sína og eiga alltaf málsbætur sjálfum sér til handa, hversu slæmt sem framferði þeirra er gagnvart öðrum. Öllu einkennilegra er að þeir sem hafa sjón en eru siðferðilega haltrandi neiti að opna augun og viðurkenna hvað aflaga hefur farið á vegferðinni. Of margir neita að sjá villuna sem þeir létu leiða sig í. Sumir taka aukinheldur upp háttalag siðblindingjans og finna afsökun fyrir því alvarlega ástandi sem þeir hafa fyrir tilstilli siðblindingjans leitt yfir þjóð sína. Það er alltaf slæmt þegar hópar fólks láta gera sig þannig að hálfblindum hjarðdýrum sem ana áfram án þess að staldra við. Nú þarf fólk að opna augun og fá nýja sýn á framtíðina. Það er vænlegra til árangurs að skoða hvað aflaga hefur farið en gera útlendinga að blórabögglum fyrir vandræðum okkar. Varla skilar heldur góðum árangri að ráðast gegn því fólki sem er að reyna að rétta kúrsinn eftir villuferðina. Það er mikilvægt að varast aðferðir siðblindingja - upphrópanir og afneitun. Við þurfum vandað hugarfar til að móta nýtt Ísland og efnahagslegt svigrúm svo það takist. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun