Blindur leiðir haltan Guðrún Guðlaugsdóttir skrifar 11. febrúar 2010 06:00 Haltur leiðir blindan er fremur geðfellt hugtak og merkir tvo einstaklinga sem báðir eru ófullkomnir en bæta hvor annan upp þegar þeir þokast áfram lífsveginn. Öllu óviðfelldnari er sú mynd að blindur hafi forystuna og leiði hinn halta á vegferðinni. Við þá hugsýn fer maður strax að óttast að slíkum tveimur einstaklingum hlekkist á. Á Íslandi hefur hið síðara orðið raunin og leiddi það til bankahruns. Siðblindingjar eru víst allt að 3.000 hér á landi, séu rannsóknir í Bandaríkjunum yfirfærðar á mannfjölda hér. Þeir siðblindu leiddu hina siðferðilega haltrandi sem reyndust nægilega margir til þess að hið ískyggilega ferðalag endaði í verulega harkalegum árekstri sem allir hér eru nú að blæða fyrir, fjárhagslega og andlega. Siðblindingjar geta víst ekki séð villu sína og eiga alltaf málsbætur sjálfum sér til handa, hversu slæmt sem framferði þeirra er gagnvart öðrum. Öllu einkennilegra er að þeir sem hafa sjón en eru siðferðilega haltrandi neiti að opna augun og viðurkenna hvað aflaga hefur farið á vegferðinni. Of margir neita að sjá villuna sem þeir létu leiða sig í. Sumir taka aukinheldur upp háttalag siðblindingjans og finna afsökun fyrir því alvarlega ástandi sem þeir hafa fyrir tilstilli siðblindingjans leitt yfir þjóð sína. Það er alltaf slæmt þegar hópar fólks láta gera sig þannig að hálfblindum hjarðdýrum sem ana áfram án þess að staldra við. Nú þarf fólk að opna augun og fá nýja sýn á framtíðina. Það er vænlegra til árangurs að skoða hvað aflaga hefur farið en gera útlendinga að blórabögglum fyrir vandræðum okkar. Varla skilar heldur góðum árangri að ráðast gegn því fólki sem er að reyna að rétta kúrsinn eftir villuferðina. Það er mikilvægt að varast aðferðir siðblindingja - upphrópanir og afneitun. Við þurfum vandað hugarfar til að móta nýtt Ísland og efnahagslegt svigrúm svo það takist. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Haltur leiðir blindan er fremur geðfellt hugtak og merkir tvo einstaklinga sem báðir eru ófullkomnir en bæta hvor annan upp þegar þeir þokast áfram lífsveginn. Öllu óviðfelldnari er sú mynd að blindur hafi forystuna og leiði hinn halta á vegferðinni. Við þá hugsýn fer maður strax að óttast að slíkum tveimur einstaklingum hlekkist á. Á Íslandi hefur hið síðara orðið raunin og leiddi það til bankahruns. Siðblindingjar eru víst allt að 3.000 hér á landi, séu rannsóknir í Bandaríkjunum yfirfærðar á mannfjölda hér. Þeir siðblindu leiddu hina siðferðilega haltrandi sem reyndust nægilega margir til þess að hið ískyggilega ferðalag endaði í verulega harkalegum árekstri sem allir hér eru nú að blæða fyrir, fjárhagslega og andlega. Siðblindingjar geta víst ekki séð villu sína og eiga alltaf málsbætur sjálfum sér til handa, hversu slæmt sem framferði þeirra er gagnvart öðrum. Öllu einkennilegra er að þeir sem hafa sjón en eru siðferðilega haltrandi neiti að opna augun og viðurkenna hvað aflaga hefur farið á vegferðinni. Of margir neita að sjá villuna sem þeir létu leiða sig í. Sumir taka aukinheldur upp háttalag siðblindingjans og finna afsökun fyrir því alvarlega ástandi sem þeir hafa fyrir tilstilli siðblindingjans leitt yfir þjóð sína. Það er alltaf slæmt þegar hópar fólks láta gera sig þannig að hálfblindum hjarðdýrum sem ana áfram án þess að staldra við. Nú þarf fólk að opna augun og fá nýja sýn á framtíðina. Það er vænlegra til árangurs að skoða hvað aflaga hefur farið en gera útlendinga að blórabögglum fyrir vandræðum okkar. Varla skilar heldur góðum árangri að ráðast gegn því fólki sem er að reyna að rétta kúrsinn eftir villuferðina. Það er mikilvægt að varast aðferðir siðblindingja - upphrópanir og afneitun. Við þurfum vandað hugarfar til að móta nýtt Ísland og efnahagslegt svigrúm svo það takist. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun