Enski boltinn

Arshavin: Ég var að leita að fjarstýringunni þegar Diaby skoraði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrei Arshavin og dómarinn Mike Dean.
Andrei Arshavin og dómarinn Mike Dean. Mynd/AFP
Rússinn Andrei Arshavin er ekkert búinn að gefa upp vonina á því að Arsenal verði enskur meistari. Arsenal er sex stigum á eftir toppliði Chelsea eftir 1-0 sigur á Liverpool í gærkvöldi á sama tíma og Chelsea tapaði fyrir Everton.

Það er búnir 26 leikir af 38 í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er á toppnum með 58 stig, United hefur 57 stig og Arsenal er með 52 stig sem er átta stigum meira en Liverpool hefur í 4 sætinu.

„Auðvitað voru þetta góð úrslit fyrir okkur en við ætlum okkur að verða meistarar þá þurfum við að vinna síðustu tólf leikina okkar. Það er erfitt að segja hvort að það sé mögulegt en eftir þetta kvöld þá er samt enn möguleiki fyrir okkur," sagði Arshavin á heimasíðu sínni, www.arshavin.eu.

Andrei Arshavin meiddi sig í leiknum og var ekki inn á vellinum þegar Abou Diaby skoraði sigurmarkið.

„Það er erfitt að átta sig á því hversu alvarleg þessi meiðsli eru. Ég sá ekki sigurmarkið því ég var í læknisskoðun undir stúkunni. Ég var ennþá að leita að fjarstýringunni fyrir sjónvarpið þegar Diaby skoraði," sagði Arshavin.

Andrei Arshavin hefur verið ískaldur í undanförnum leikjum en í síðustu tíu leikjum hefur hann aðeins átt þátt í einu marki. Arshavin skoraði eitt mark í 4-2 sigri á Bolton 20. janúar síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×