Magmahringekjan Frans Árnason skrifar 4. ágúst 2010 06:00 Samorka, sem eru samtök orku-og veitufyrirtækja, hafa til þessa setið hjá í þeim dansi sem stiginn hefur verið á hinum pólitíska vettvangi að undanförnu varðandi kaup hins kanadíska fyrirtækis Magma á hlut í HS-orku, í gegnum sænskt dótturfélag. HS-orka, Orkuveita Reykjavíkur og önnur þau orkufyrirtæki sem eru aðilar að Magmaumræðunni eru öll aðilar að Samorku og því eðlilegt að Samorka láti sig málið varða. Starfssemi Samorku felst meðal annars í því að tryggja að félagar innan samtakanna starfi samkvæmt þeim lögum og reglum og því starfsumhverfi sem fyrirtækjunum er búið á hverjum tíma. Stjórnvöld og Samorka hafa átt farsælt samstarf í áranna rás varðandi umbætur á rekstrarumhverfi þessa mikilvæga málaflokks innan samfélags okkar. Því skal fullyrt að aðildarfélagar samtakanna hafa lagt metnað sinn í að starfa samkvæmt þeim lögum sem í gildi hafa verið á hverjum tíma og ekki stundað nokkur undanskot hvað það varðar. Farið að lögumÞví er það mjög óþægilegt, svo ekki sé fastar kveðið að orði, að verða vitni að því hvernig rætt er um orkufyrirtækin sem koma að Magmamálinu og þeim núið um nasir lögbrotum og óeðlilegum starfsháttum. Innan samtakanna sjá menn ekki annað en að við sölu á hlutum í HS Orku hf. hafi verið farið eftir þeim lögum sem gilda um mál af þessu tagi. Ef lögin eru gölluð eða samrýmast ekki þjóðarvilja þá er það löggjafans að breyta lögunum. Þó skal haft í huga að slíkar lagabreytingar má ekki gera eftir dagspöntunum þegar einstökum þegnum eða þingmönnum finnast lögin ósanngjörn og umræða um afturvirk lög á aldrei rétt á sér. Í Magmamálinu hafa allar staðreyndir legið fyrir í marga mánuði og lagaramminn hefur verið fyrir hendi. Aðdragandinn er líka það langur og ferlið allt á þann veg að stjórnvöld hafa haft fulla vitneskju um málsatvik og því oft haft tækifæri til að koma þar að, annað hvort sem kaupendur eða með því að breyta lögum í tæka tíð. Auðlindin áfram í opinberri eiguMargsinnis hefur komið fram að hér er ekki verið að selja auðlind. Hér er um að ræða að leigja aðgang til nýtingar á auðlind um ákveðinn tíma. Auðlindin verður áfram í eigu opinberra aðila sem njóta munu afraksturs af þeirri eign auk þess sem nýtingin er undir ströngu eftirliti Orkustofnunar. Einu gildir í raun í þessu sambandi hvort orkuframleiðandinn er í opinberri eigu, innlendur eða erlendur. Ríkið setur lagarammann og ríkið stýrir nýtingunni í raun, til dæmis í gegnum virkjunarleyfisskilmála hverju sinni. Bent hefur verið á að æskilegt hefði verið að innlendir aðilar hefðu keypt hluti í HS-orku og hafa lífeyrissjóðir landsmanna verið nefndir. Víst er um að lífeyrissjóðirnir skoðuðu málið vandlega en féllu frá hugmyndinni. Við getum velt fyrir okkur ástæðunum, en skyldi ástæðan vera sú að arðurinn af rekstri orkufyrirtækja sé ekki slík auðsuppspretta sem stundum er látið í veðri vaka? Eitt er víst að ef ætlunin er að nýta orkuauðlindirnar til framfara fyrir borgara þessa lands, þá þarf að virkja þær. Orkulind skapar ekki arð og atvinnu nema hún sé virkjuð. Til að virkja orkuauðlindir þarf fjármagn sem tæpast er tiltækt hjá ríkissjóði eða öðrum innlendum aðilum og því er erlent fjármagn nauðsynlegt. Nú hefur erlendur aðili, sem sérhæfir sig á þessu sviði, gefið sig fram og er tilbúinn til að taka þátt í uppbyggingunni, samkvæmt íslenskum lögum, og taka áhættuna sem því fylgir. Þeim mun undarlegra er að þegar svo er komið skulu nokkrir alþingismenn og jafnvel ráðherrar gera því skóna að æskilegt og jafnvel nauðsynlegt sé að stöðva þetta ferli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Samorka, sem eru samtök orku-og veitufyrirtækja, hafa til þessa setið hjá í þeim dansi sem stiginn hefur verið á hinum pólitíska vettvangi að undanförnu varðandi kaup hins kanadíska fyrirtækis Magma á hlut í HS-orku, í gegnum sænskt dótturfélag. HS-orka, Orkuveita Reykjavíkur og önnur þau orkufyrirtæki sem eru aðilar að Magmaumræðunni eru öll aðilar að Samorku og því eðlilegt að Samorka láti sig málið varða. Starfssemi Samorku felst meðal annars í því að tryggja að félagar innan samtakanna starfi samkvæmt þeim lögum og reglum og því starfsumhverfi sem fyrirtækjunum er búið á hverjum tíma. Stjórnvöld og Samorka hafa átt farsælt samstarf í áranna rás varðandi umbætur á rekstrarumhverfi þessa mikilvæga málaflokks innan samfélags okkar. Því skal fullyrt að aðildarfélagar samtakanna hafa lagt metnað sinn í að starfa samkvæmt þeim lögum sem í gildi hafa verið á hverjum tíma og ekki stundað nokkur undanskot hvað það varðar. Farið að lögumÞví er það mjög óþægilegt, svo ekki sé fastar kveðið að orði, að verða vitni að því hvernig rætt er um orkufyrirtækin sem koma að Magmamálinu og þeim núið um nasir lögbrotum og óeðlilegum starfsháttum. Innan samtakanna sjá menn ekki annað en að við sölu á hlutum í HS Orku hf. hafi verið farið eftir þeim lögum sem gilda um mál af þessu tagi. Ef lögin eru gölluð eða samrýmast ekki þjóðarvilja þá er það löggjafans að breyta lögunum. Þó skal haft í huga að slíkar lagabreytingar má ekki gera eftir dagspöntunum þegar einstökum þegnum eða þingmönnum finnast lögin ósanngjörn og umræða um afturvirk lög á aldrei rétt á sér. Í Magmamálinu hafa allar staðreyndir legið fyrir í marga mánuði og lagaramminn hefur verið fyrir hendi. Aðdragandinn er líka það langur og ferlið allt á þann veg að stjórnvöld hafa haft fulla vitneskju um málsatvik og því oft haft tækifæri til að koma þar að, annað hvort sem kaupendur eða með því að breyta lögum í tæka tíð. Auðlindin áfram í opinberri eiguMargsinnis hefur komið fram að hér er ekki verið að selja auðlind. Hér er um að ræða að leigja aðgang til nýtingar á auðlind um ákveðinn tíma. Auðlindin verður áfram í eigu opinberra aðila sem njóta munu afraksturs af þeirri eign auk þess sem nýtingin er undir ströngu eftirliti Orkustofnunar. Einu gildir í raun í þessu sambandi hvort orkuframleiðandinn er í opinberri eigu, innlendur eða erlendur. Ríkið setur lagarammann og ríkið stýrir nýtingunni í raun, til dæmis í gegnum virkjunarleyfisskilmála hverju sinni. Bent hefur verið á að æskilegt hefði verið að innlendir aðilar hefðu keypt hluti í HS-orku og hafa lífeyrissjóðir landsmanna verið nefndir. Víst er um að lífeyrissjóðirnir skoðuðu málið vandlega en féllu frá hugmyndinni. Við getum velt fyrir okkur ástæðunum, en skyldi ástæðan vera sú að arðurinn af rekstri orkufyrirtækja sé ekki slík auðsuppspretta sem stundum er látið í veðri vaka? Eitt er víst að ef ætlunin er að nýta orkuauðlindirnar til framfara fyrir borgara þessa lands, þá þarf að virkja þær. Orkulind skapar ekki arð og atvinnu nema hún sé virkjuð. Til að virkja orkuauðlindir þarf fjármagn sem tæpast er tiltækt hjá ríkissjóði eða öðrum innlendum aðilum og því er erlent fjármagn nauðsynlegt. Nú hefur erlendur aðili, sem sérhæfir sig á þessu sviði, gefið sig fram og er tilbúinn til að taka þátt í uppbyggingunni, samkvæmt íslenskum lögum, og taka áhættuna sem því fylgir. Þeim mun undarlegra er að þegar svo er komið skulu nokkrir alþingismenn og jafnvel ráðherrar gera því skóna að æskilegt og jafnvel nauðsynlegt sé að stöðva þetta ferli.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar