Enski boltinn

Umboðsmaður: Engin fyrirspurn borist í Joe Cole frá AC Milan

Ómar Þorgeirsson skrifar
Joe Cole.
Joe Cole. Nordic photos/AFP

Samningaviðræður Joe Cole og Chelsea halda áfram að því er fram kemur í viðtali við umboðsmanninn David Geiss við vefmiðilinn Calciomercato.it í dag en núgildandi samningur leikmannsins rennur út næsta sumar.

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea hefur líst því yfir að hann vilji halda Cole áfram hjá Chelsea en ítalskir fjölmiðlar greina frá því að AC Milan sé nú að fylgjast náið með gangi mála í samningaviðræðum Cole við Lundúnafélagið.

„AC Milan? Eina sem ég get staðfest er að við erum bara að tala við Chelsea. Það hefur engin formlega fyrirspurn borist frá AC Milan í Cole. Þetta skýrsist annars allt á næstu mánuðum," segir Geiss.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×