Lífið

Charlie fer í fangelsi fyrir jólaárás á eiginkonuna

Lögreglumyndin sem var tekin af Charlie á í Aspen eftir árásina á jólunum.
Lögreglumyndin sem var tekin af Charlie á í Aspen eftir árásina á jólunum.

Leikarinn og vandræðagemlingurinn Charlie Sheen hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi og hefur hann afplánun sína á mánudaginn. Ástæðan er árás hans á eiginkonu sína Brooke Mueller í Aspen á jóladag.

Sheen átti yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi og háa sekt eftir að hann var handtekinn í apríl en honum tókst að semja við saksóknara með þessum ágæta árangri.

Talið er að leikarinn þurfi aðeins að afplána sautján daga í fangelsinu. Hann þarf einnig að gangast undir 36 klukkustunda námskeið til að hafa hemil á reiði sinni.


Tengdar fréttir

Charlie Sheen handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Bandaríski leikarinn Charlie Sheen var handtekinn á jóladag fyrir heimilisofbeldi í húsi í skíðabænum Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Ekki fylgir sögunni hvort ofbeldið beindist gegn nýlegri eiginkonu hans, Brooke Mueller, sem hann gekk í hjónaband með á síðasta ári og eiga þau saman tvíbura.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.