Erlent

Kostnaðarsamt kuldakast

Tölur frá breskum tryggingafélögum sýna að kostnaður þeirra vegna kuldakastsins sem gekk yfir Bretland í desember og janúar hleypur á hundruðum milljónum punda. 335 þúsund tryggingakröfur voru afgreiddar og er heildartalan um 650 milljónir punda eða um 125 milljarðar íslenskra króna.

Af þessari tölu eru 395 milljónir punda vegna skemmda á bílum og 255 milljónir fóru í að greiða út tryggingar vegna húsnæðis sem varð fyrir skemmdum í frostinu. 66 þúsund húseigendur settu fram kröfur á tímabilinu og er það rúmlega tvöfallt meira en í meðal ári.

Tölurnar ná aðeins yfir tímabilið frá 18 desember til 13 janúar og má því búast við því að heildartalan eftir veturinn verði umtalsvert hærri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×