Erlent

Réttarhöld yfir Karadzic hefjast að nýju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Radovan Karadzic tjáir sig ef til vill í dag. Mynd/ AFP.
Radovan Karadzic tjáir sig ef til vill í dag. Mynd/ AFP.
Gert er ráð fyrir því að Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, hefji málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í dag þegar réttarhöld yfir honum hefjast að nýju.

Hlé var gert á réttarhöldunum í nóvember þegar að Karadzic var skipaður lögmaður. Fram að þeim tíma hafði hann séð sjálfur um eigin málsvörn. Hann hundsaði réttarhöldin í október og bar því við að hann þyrfti meiri tíma til að undirbúa sig.

Karadzic kveðst vera saklaus af öllum ákærum gegn sér. Hann er talinn bera ábyrgð á lífi þúsunda manna í þjóðhreinsunum á tíunda áratug síðustu aldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×