Sofandi stjórnvöld 7. júlí 2010 06:15 Hæstiréttur Íslands felldi tvo dóma hinn 16. júní þess efnis að gengistrygging lána væri ólögleg. Málunum hafði verið áfrýjað eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur komst að misvísandi niðurstöðu um lögmæti þessara lána. Viðbrögð stjórnvalda eftir dóm Hæstaréttar bentu til þess að þau hefðu verið gripin í bólinu. Eftir nokkra fundarsetu og óskir um tillögur frá m.a. Samtökum fjármálafyrirtækja, talsmanni neytenda og Hagsmunasamtökum heimilanna sendi ríkisstjórnin Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið fram á sviðið með tilmæli til fjármálafyrirtækjanna. Tilmælin voru þess efnis að víkja ætti samningsvöxtum lánanna til hliðar og notast ætti við óverðtryggða vexti Seðlabankans á meðan dómstólar kæmust að niðurstöðu um vexti samninganna. Ábúðarfullir embættismenn útskýrðu að tilmælin væru ekki skuldbindandi, hvorki fyrir fyrirtækin né lántakendur, en byggðust á túlkun þeirra á lögum um vexti og verðtryggingu. Stuttu síðar lögðu svo fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra blessun sína yfir þessi tilmæli og sögðu að þetta væri eitthvað sem allir ættu að geta lifað við. Ýmsir voru því ósammála. Engin heildaryfirsýnEygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins.Því óskuðu undirrituð eftir sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar til að fá rökstuðning Seðlabankans, FME og efnahags- og viðskiptaráðuneytis fyrir þessum tilmælum. Jafnframt kröfðumst við skýringa á því hvernig þessar stofnanir höfðu undirbúið sig fyrir niðurstöðu Hæstaréttar og fórum m.a. fram á útreikninga á áhrifum dómsins út frá mismunandi forsendum sem og lögfræðiálit á lögmæti gengistryggðra lána. Þá fórum við fram á upplýsingar um hver bæri ábyrgð á aðgerðum og aðgerðaleysi innan þessara stofnana. Eftir fundinn var ljóst að ríkisstjórnin, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið höfðu ekki heildaryfirsýn yfir áhrif dóms Hæstaréttar. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur staðfest að það hefur tekið stofnunina um hálft ár að útvega upplýsingar sem gefa heildarmynd af þeim hluta eignarsafns fjármálafyrirtækjanna sem felst í gengistryggðum lánum. Eftir að dómurinn féll var erlenda ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman fengið til verksins og er áætlað að heildarmyndin verði orðin skýr í lok þessarar viku. Það er einfaldlega sláandi hvað lítið virðist hafa breyst frá hruni. Undirbúningur fyrir útgáfu tilmælanna var óvandaður og ófullnægjandi. Yfirlýsingar viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra, Seðlabanka og FME um áhrif dóms Hæstaréttar á fjármálastöðugleika virðast ekki hafa byggst á neinum haldbærum gögnum. Áhrifin á fjármálastöðugleika og efnahagslífið hafa ekki enn þá verið kortlögð og takmörkuð lögfræðiálit virðast hafa legið fyrir. Menn slumpa bara og giska út í loftið. Hvað viljum við?Við höfum óskað eftir að útreikningar um áhrif dómsins og minnisblöð þeirra lögmanna sem tilmæli Seðlabankans og FME byggjast á verði lögð fram. Strax í febrúar var lagt fram frumvarp á vegum framsóknarmanna með stuðningi þingmanna úr öllum þingflokkum um flýtimeðferð fyrir dómstólum og frestun nauðungarsölu á grundvelli þessara lánasamninga. Það mál hefur legið í allsherjarnefnd síðan þá. Þá var einnig lagt fram frumvarp Vinstri grænna um hópmálsókn, sem hefur einnig legið í dvala hjá allsherjarnefnd. Þá lá líka fyrir mat sérfræðinga á því að líklega þyrfti að dæma í fimm til sex prófmálum áður en öllum vafa yrði eytt í kjölfar dóms Hæstaréttar. Þótt niðurstaða fáist í nýju máli sem Lýsing hefur höfðað um vextina á enn eftir að skýra margt. Má þar nefna fordæmisgildi gagnvart öðrum lánasamningum sem bundnir eru gengisviðmiðum, hvenær lán eru íslensk og hvenær þau eru erlend, bótaskyldu, forsendubrest og svo mætti lengi telja. Því skiptir miklu að tryggja flýtimeðferð þessara mála og fækka þeim fjölda mála sem þarf að höfða með lögum um hópmálsókn. Efasemdir eru um réttmæti þess að opinberar stofnanir leggi til bráðabirgðalausn sem mætti túlka sem skilaboð til dómstóla um það sem fjármálakerfið „ræður við". Mun nærtækara hefði verið að samningsvextir hefðu verið látnir standa. Einnig er lántaka og lánveitanda frjálst að semja um annars konar greiðslufyrirkomulag, líkt og t.d. talsmaður neytenda, Frjálsi fjárfestingarbankinn og Spron hafa lagt til um að innheimta tiltekna krónutölu miðað við hverja milljón króna af upphaflegum höfuðstól lána ef vafi leikur á lögmæti þeirra. Endanleg niðurstaða fengist svo fyrir dómstólum. Þegar er skýrt að dómurinn á við gengistryggð bílalán og því er ekki hægt að hvetja lántakendur til að fara eftir tilmælum Seðlabankans og FME hvað fjármögnunarfyrirtækin varðar. Fjármálaráðherra telur að málin muni skýrast með haustinu, en hvorki heimilin né fyrirtækin í landinu þola margra mánaða óvissu um þetta gríðarstóra mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hæstiréttur Íslands felldi tvo dóma hinn 16. júní þess efnis að gengistrygging lána væri ólögleg. Málunum hafði verið áfrýjað eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur komst að misvísandi niðurstöðu um lögmæti þessara lána. Viðbrögð stjórnvalda eftir dóm Hæstaréttar bentu til þess að þau hefðu verið gripin í bólinu. Eftir nokkra fundarsetu og óskir um tillögur frá m.a. Samtökum fjármálafyrirtækja, talsmanni neytenda og Hagsmunasamtökum heimilanna sendi ríkisstjórnin Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið fram á sviðið með tilmæli til fjármálafyrirtækjanna. Tilmælin voru þess efnis að víkja ætti samningsvöxtum lánanna til hliðar og notast ætti við óverðtryggða vexti Seðlabankans á meðan dómstólar kæmust að niðurstöðu um vexti samninganna. Ábúðarfullir embættismenn útskýrðu að tilmælin væru ekki skuldbindandi, hvorki fyrir fyrirtækin né lántakendur, en byggðust á túlkun þeirra á lögum um vexti og verðtryggingu. Stuttu síðar lögðu svo fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra blessun sína yfir þessi tilmæli og sögðu að þetta væri eitthvað sem allir ættu að geta lifað við. Ýmsir voru því ósammála. Engin heildaryfirsýnEygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins.Því óskuðu undirrituð eftir sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar til að fá rökstuðning Seðlabankans, FME og efnahags- og viðskiptaráðuneytis fyrir þessum tilmælum. Jafnframt kröfðumst við skýringa á því hvernig þessar stofnanir höfðu undirbúið sig fyrir niðurstöðu Hæstaréttar og fórum m.a. fram á útreikninga á áhrifum dómsins út frá mismunandi forsendum sem og lögfræðiálit á lögmæti gengistryggðra lána. Þá fórum við fram á upplýsingar um hver bæri ábyrgð á aðgerðum og aðgerðaleysi innan þessara stofnana. Eftir fundinn var ljóst að ríkisstjórnin, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið höfðu ekki heildaryfirsýn yfir áhrif dóms Hæstaréttar. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur staðfest að það hefur tekið stofnunina um hálft ár að útvega upplýsingar sem gefa heildarmynd af þeim hluta eignarsafns fjármálafyrirtækjanna sem felst í gengistryggðum lánum. Eftir að dómurinn féll var erlenda ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman fengið til verksins og er áætlað að heildarmyndin verði orðin skýr í lok þessarar viku. Það er einfaldlega sláandi hvað lítið virðist hafa breyst frá hruni. Undirbúningur fyrir útgáfu tilmælanna var óvandaður og ófullnægjandi. Yfirlýsingar viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra, Seðlabanka og FME um áhrif dóms Hæstaréttar á fjármálastöðugleika virðast ekki hafa byggst á neinum haldbærum gögnum. Áhrifin á fjármálastöðugleika og efnahagslífið hafa ekki enn þá verið kortlögð og takmörkuð lögfræðiálit virðast hafa legið fyrir. Menn slumpa bara og giska út í loftið. Hvað viljum við?Við höfum óskað eftir að útreikningar um áhrif dómsins og minnisblöð þeirra lögmanna sem tilmæli Seðlabankans og FME byggjast á verði lögð fram. Strax í febrúar var lagt fram frumvarp á vegum framsóknarmanna með stuðningi þingmanna úr öllum þingflokkum um flýtimeðferð fyrir dómstólum og frestun nauðungarsölu á grundvelli þessara lánasamninga. Það mál hefur legið í allsherjarnefnd síðan þá. Þá var einnig lagt fram frumvarp Vinstri grænna um hópmálsókn, sem hefur einnig legið í dvala hjá allsherjarnefnd. Þá lá líka fyrir mat sérfræðinga á því að líklega þyrfti að dæma í fimm til sex prófmálum áður en öllum vafa yrði eytt í kjölfar dóms Hæstaréttar. Þótt niðurstaða fáist í nýju máli sem Lýsing hefur höfðað um vextina á enn eftir að skýra margt. Má þar nefna fordæmisgildi gagnvart öðrum lánasamningum sem bundnir eru gengisviðmiðum, hvenær lán eru íslensk og hvenær þau eru erlend, bótaskyldu, forsendubrest og svo mætti lengi telja. Því skiptir miklu að tryggja flýtimeðferð þessara mála og fækka þeim fjölda mála sem þarf að höfða með lögum um hópmálsókn. Efasemdir eru um réttmæti þess að opinberar stofnanir leggi til bráðabirgðalausn sem mætti túlka sem skilaboð til dómstóla um það sem fjármálakerfið „ræður við". Mun nærtækara hefði verið að samningsvextir hefðu verið látnir standa. Einnig er lántaka og lánveitanda frjálst að semja um annars konar greiðslufyrirkomulag, líkt og t.d. talsmaður neytenda, Frjálsi fjárfestingarbankinn og Spron hafa lagt til um að innheimta tiltekna krónutölu miðað við hverja milljón króna af upphaflegum höfuðstól lána ef vafi leikur á lögmæti þeirra. Endanleg niðurstaða fengist svo fyrir dómstólum. Þegar er skýrt að dómurinn á við gengistryggð bílalán og því er ekki hægt að hvetja lántakendur til að fara eftir tilmælum Seðlabankans og FME hvað fjármögnunarfyrirtækin varðar. Fjármálaráðherra telur að málin muni skýrast með haustinu, en hvorki heimilin né fyrirtækin í landinu þola margra mánaða óvissu um þetta gríðarstóra mál.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar