Innlent

Handteknir við innbrotstilraun

Lögreglan handtók í kvöld tvo menn við innbrot í verslunarhúsnæði í Hófgerði í Kópavogi. Mennirnir höfðu komist inn og tekið flatskjá og önnur verðmæti. Þeir voru enn á staðnum þegar lögreglu bar að garði og reyndu þeir að leggja á flótta. Lögreglumennirnir höfðu þó hendur í hári þeirra og dvelja mennirnir nú í fangageymslum og bíða yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×