Erlent

13 í haldi vegna gengjastríðs

Lögregla og vítisenglar. Átta hafa látist og tugir særst í átökum Vítisengla og innflytjendagengja.Nordicphotos / afp
Lögregla og vítisenglar. Átta hafa látist og tugir særst í átökum Vítisengla og innflytjendagengja.Nordicphotos / afp

-AP- Danska lögreglan handtók í gærmorgun þrettán manns tengda vélhjólasamtökum Vítisengla. Handtökurnar voru hluti af aðgerð sem staðið hefur um nokkurt skeið og miðar að því að stöðva stríð sem geisað hefur milli Vítisengla og gengja innflytjenda. Fjórir mannanna eru meðlimir Vítisengla og níu meðlimir áhangendaklúbba.

Henrik Svindt, talsmaður lögreglunnar, segir mennina þrettán sæta bráðabirgðakærum fyrir morðtilraunir vegna fimm skotárása árið 2009. Átta hafa látist og tugir særst í fjölda skotárása í gengjastríðinu sem staðið hefur frá 2008. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×