Kristján L. Möller: Bætum loftið með vistvænum samgöngum 5. maí 2010 06:15 Samgöngur og hvers kyns flutningar eru þau svið sem hafa einna mest áhrif á umhverfi okkar og eitt brýnasta verkefnið sem stjórnvöld hvar sem er í heiminum standa frammi fyrir er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engin stjórnvöld eru undanskilin í því verkefni. Enginn einstaklingur er heldur undanskilinn. Í dag hefst átakið ,,Hjólað í vinnuna" og því kjörið að hrinda aðgerðum af stað. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands er lögð áhersla á umhverfismál og við þurfum að skipa málum þannig að til dæmis iðnaður og flugstarfsemi standist kröfur um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þetta á einnig við um sjávarútveg og aðrar samgöngugreinar. Í dag geta þeir starfsmenn samgönguráðuneytisins sem þess óska skrifað undir samgöngusamning við ráðuneytið. Tilgangurinn er að greiða fyrir því að starfsmenn nýti sér vistvænar samgöngur, gangi, hjóli eða noti almenningssamgöngur til að sækja vinnu. Þeir sem skuldbinda sig til þess afsala sér rétti til að fá greiddan bílastæðakostnað en fá þess í stað árlegan styrk vegna kostnaðar við árskort í strætó eða vegna hjólreiða eða göngu. Með þessu móti sýnum við í verki vilja til framlags til að ná árangri í baráttunni fyrir betra loftslagi. Þá vil ég nefna tilraunaverkefnið með repju sem orkugjafa hér á landi. Siglingastofnun hefur með rannsóknum sýnt fram á að unnt er að rækta hérlendis repju og framleiða úr henni olíu sem nota má á skipsvélar. Er talið að fá megi orkugjafa fyrir allt að 10% af eldsneyti skipaflotans. Okkur vantar aðeins herslumuninn til að unnt sé að hrinda þessu af stað. Mun ég fela starfshópi að útfæra hugmyndir um verkefnið og fjármögnun þess. Hér að framan hef ég nefnt örfá atriði sem unnt er að hrinda í framkvæmd í þágu þess að bæta umhverfi okkar. Við þurfum að tileinka okkur þann hugsunarhátt sem margir hafa bent á að framlag okkar hvers og eins skiptir máli. Við eigum að hugsa hnattrænt og um leið að hegða okkur í samræmi við það og leggja fram okkar skerf hvar sem við erum. Aðeins þannig næst árangur. Aðgerðir okkar hafa áhrif - við getum byrjað núna. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samgöngur og hvers kyns flutningar eru þau svið sem hafa einna mest áhrif á umhverfi okkar og eitt brýnasta verkefnið sem stjórnvöld hvar sem er í heiminum standa frammi fyrir er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engin stjórnvöld eru undanskilin í því verkefni. Enginn einstaklingur er heldur undanskilinn. Í dag hefst átakið ,,Hjólað í vinnuna" og því kjörið að hrinda aðgerðum af stað. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands er lögð áhersla á umhverfismál og við þurfum að skipa málum þannig að til dæmis iðnaður og flugstarfsemi standist kröfur um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þetta á einnig við um sjávarútveg og aðrar samgöngugreinar. Í dag geta þeir starfsmenn samgönguráðuneytisins sem þess óska skrifað undir samgöngusamning við ráðuneytið. Tilgangurinn er að greiða fyrir því að starfsmenn nýti sér vistvænar samgöngur, gangi, hjóli eða noti almenningssamgöngur til að sækja vinnu. Þeir sem skuldbinda sig til þess afsala sér rétti til að fá greiddan bílastæðakostnað en fá þess í stað árlegan styrk vegna kostnaðar við árskort í strætó eða vegna hjólreiða eða göngu. Með þessu móti sýnum við í verki vilja til framlags til að ná árangri í baráttunni fyrir betra loftslagi. Þá vil ég nefna tilraunaverkefnið með repju sem orkugjafa hér á landi. Siglingastofnun hefur með rannsóknum sýnt fram á að unnt er að rækta hérlendis repju og framleiða úr henni olíu sem nota má á skipsvélar. Er talið að fá megi orkugjafa fyrir allt að 10% af eldsneyti skipaflotans. Okkur vantar aðeins herslumuninn til að unnt sé að hrinda þessu af stað. Mun ég fela starfshópi að útfæra hugmyndir um verkefnið og fjármögnun þess. Hér að framan hef ég nefnt örfá atriði sem unnt er að hrinda í framkvæmd í þágu þess að bæta umhverfi okkar. Við þurfum að tileinka okkur þann hugsunarhátt sem margir hafa bent á að framlag okkar hvers og eins skiptir máli. Við eigum að hugsa hnattrænt og um leið að hegða okkur í samræmi við það og leggja fram okkar skerf hvar sem við erum. Aðeins þannig næst árangur. Aðgerðir okkar hafa áhrif - við getum byrjað núna. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar