
Áliðnaðurinn: Umhverfismál á heimsvísu
Báxítnámur eru helst í fátækum löndum á borð við Jamaíka sem ber margvísleg ör eftir þessa ömurlegu námavinnslu. Þjóðin er fátæk og lítið menntuð og hefur engin breyting orðið þar á þrátt fyrir þann mikla námaiðnað sem þar hefur risið og starfað. Víðáttumiklum svæðum hefur verið gjörspillt þar sem allur gróður er eyðilagður og drykkjarvatn sumstaðar mengað með tilheyrandi þjáningum fyrir íbúana. Opnar námur eru að klárast og álfyrirtækin sækjast eftir að fá að opna ný námasvæði með þeim afleiðingum að með síðustu frumskógum landsins yrði rutt burt. Fjallaskógar Jamaíku eru ríkir af einlendum tegundum, þ.e. tegundum sem ekki er að finna í öðrum löndum, og má þar nefna svarthöfðapáfagaukinn og svölustélsfiðrildið en báðar tegundirnar eru bráðri í útrýmingarhættu. Svölustélsfiðrildið er eitt stærsta og skrautlegasta fiðrildi í heiminum.
Gínea í Vestur-Afríku er báxít auðugasta land í heimi og eru Rio Tinto, Alcoa og Russal öll að koma sér þar fyrir. Landið er bláfátækt og aðeins 24% íbúa eru læs. Fyrir ári síðan réðust þar hermenn á fólk á löglegum mótmælafundi á íþróttaleikvangi höfuðborgarinnar og myrtu 157 manns hið minnsta en nauðguðu og limlestu aðra. Fólkið var að mótmæla herstjórninni og framgöngu álfyrirtækjanna. Ef fram fer sem horfir munu álfyrirtækin eyðileggja þetta land - lífríkið, ræktarlöndin, skógana - og viðhalda herstjórninni en skilja fólkið eftir í eymd og mengun þegar þau hafa klárað námurnar. Umdeildar báxítnámur eru einnig á Indlandi í Órissa, í Brasilíu í Trompetas, í Ástralíu og víðar. Hvarvetna með tjóni á náttúru, víða á vatnafari og ræktarlöndum og sums staðar hafa frumbyggjar verið hraktir á brott áður en hægt var að hefjast handa við námavinnsluna.
Ál er m.a. notað í óumhverfisvænar umbúðir, t.d. áldósir og álpappír, sem ættu að vera með öllu óþarfar. Talið er að allt að 30% álsins séu notuð í hergagnaframleiðslu en afar erfitt er að finna tölulegar upplýsingar um þau mál. Álduft er þar notað sem sprengiefni í hitasprengjum (þ.e. thermobaric bombs) sem losa gríðarlegan varma. Orkan sem losnar sem varmi þegar álið (Al) brennur og verður aftur að súráli (Al2O3) samsvarar þeirri sem notuð var í frumframleiðslunni, þ.e. í rafgreiningunni sem fram fer í álverunum m.a. hér á landi. Álfyrirtækin hrósa sér af áli sem léttmálmi í farartæki og endurvinnanlegum málmi. Ekkert stóru álfyrirtækjanna leggur hins vegar mikið upp úr því að vera með endurvinnsluverksmiðjur.
Sum álfyrirtækin hafa haft uppi yfirlýsingar um sjálfbærni enda þótt greinin sé í sjálfu sér ósjálfbær þar sem námur eru takmarkaðar og námuvinnslan frek á dýrmætt lífríki. Til fegrunar veita þau styrki til umhverfismála en þeir nema aðeins litlu broti af hagnaðinum og vega hvergi nærri neitt á móti umhverfisspjöllunum sem þau valda. Hámarka skal gróðann með sem minnstum kostnaði hluthöfum til handa en lítið sem ekkert verður eftir í hráefnalöndum sem leggja til námur og raforku til framleiðslunnar.
Á Íslandi hafa 300 km2 verið lagðir undir virkjanalón. Þjórsá, Blöndu, Tungná, Jökulsá á Dal og Lagarfljóti hefur verið gjörbreytt. Jökulánum Hólmsá, Jökulsá á Fjöllum (Kreppu), Héraðsvötnunum í Skagafirði og Skjálfandafljóti er öllum ógnað með hugmyndum um fleiri álver. Næringarefni jökulvatna berast ekki lengur til sjávar lífríkinu til eflingar heldur setjast til í lónunum sem fyllast mis hratt. Árósum jökulfljótanna, hrygningarstöðvum fiska og fæðustöðvum fugla er spillt með þessu móti en áhrifin á lífríki sjávar eru nær ókönnuð og því allsendis óþekkt. Nú vilja álfyrirtækin auk þess seilast í meira eða minna öll mögulega nýtanleg háhitasvæði landsins. Árið 2009 notuðu álverin þrjú 74% allrar raforkuframleiðslu landsins og mun notkun þeirra ná um 80% með stækkun álvers Rio Tinto í Straumsvík. Norski olíusjóðurinn hafnar viðskiptum við Rio Tinto og ástæðan fyrir banninu eru umhverfisspjöll fyrirtækisins. Landsvirkjun setur slíkt hinsvegar ekki fyrir sig enda er Rio Tinto einn stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins og er vöxtur í viðskiptunum. Það er löngu orðið tímabært að íslensk stjórnvöld og orkufyrirtæki taki ábyrga afstöðu til landsins og umheimsins, sýni samfélagslega ábyrgð og hafni áframhaldandi vexti þessarar greinar á Íslandi.
Skoðun

Gegn matarsóun
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Jón Steinar tekur upp hanskann
Sævar Þór Jónsson skrifar

Verum bleik – fyrir okkur öll!
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Hvar skildi pabbi vera á biðlistanum, ætli honum endist ævin að komast af þeim lista?
Davíð Bergmann skrifar

Skipulagsmál á sjálfstýringu hjá meirihlutanum í Kópavogi
Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar

Vanþekking
Eymundur Eymundsson skrifar

Hvalreki eða Maybe Mútur?
Pétur Heimisson skrifar

Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar
Bryndís Skarphéðinsdóttir,Margrét Wendt,Ólína Laxdal skrifar

Hittumst og ræðum um menntamál!
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Kyrrstaða þrátt fyrir tækifæri til breytinga
Hildur Harðardóttir skrifar

Stígum öll upp úr skotgröfunum
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Átt þú barn með ADHD?
Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin svínaði á eftirlaunafólki fimm ár í röð
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Ný og nauðsynleg nálgun í þjónustu við eldra fólk
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Menntun og velsæld barna í fyrsta sæti
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Transvæðingin og umræðan
Eva Hauksdóttir skrifar

Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs
Sigurður Gylfi Magnússon skrifar

Stórtækar umbætur í fangelsismálum
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Við getum víst hindrað laxastrok
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Nýjar lausnir fyrir nýja tíma
Finnur Beck skrifar

Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika
Jódís Skúladóttir skrifar

… hver er á bakvakt?
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Lygarinn, ég?
Jón Ármann Steinsson skrifar

Nokkur orð um Sinfó
Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar

Að verða vitni að drápi á hvalkýr og kálfi
Arne Feuerhahn skrifar

Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir
Skúli Helgason skrifar

Ópera - framtíðin er björt!
Andri Björn Róbertsson skrifar

Þegar lítil þúfa...
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Að brenna bláa akurinn
Jón Kaldal skrifar