Tvær raðir 25. nóvember 2010 08:00 Skammdegið færist yfir og skuggi Hrunsins hvílir enn yfir þjóð okkar. Allt bendir til að svo muni verða enn um hríð. Eins og útlitið er nú mun hátíð ljóssins ekki hrekja hann burt. Það er vaxandi fátækt í ríku landi! Þetta er þverstæða en engu að síður raunveruleiki. Það eru tvær raðir að myndast. Önnur heldur uppi ímynd velmegunar en hin er raunveruleiki skugga, óhreinu börnin hennar Evu. Á haustdögum hafa færri fengið Frostrósarmiða en vildu. Langar biðraðir mynduðust. Fólk vílaði ekki fyrir sér að standa í röð til að verða sér úti um glæsilega söngveislu með úrvals söngvurum þjóðarinnar. Við heyrum að upppantað sé á jólahlaðborðin. Sem betur fer gengur lífið á Íslandi sinn vanagang. Það hefur ekkert breyst, eða hvað? Jú, það er annað fólk í öðrum röðum. Biðraðir upp á marga tugi metra eru hvarvetna þar sem sjálfboðaliðar útdeila mat. Viku eftir viku teygir biðröðin sig lengra og lengra út í kuldann. Undarlega stutt er síðan þessi þjóð norður við heimskautsbaug gortaði af því að vera komin fram úr Norðurlöndunum á mælikvarða velmegunar. Hugmyndafræðingar litu til Bandaríkjanna til að finna nógu glæsilegan samanburð. Draumsýnin sem vonir stóðu til að rættist í almennum glæsileik varð ekki að veruleika. Nærtækara væri að tala um martröð frekari misskiptingar þar sem bláfátækir eru nú meðal okkar en einnig ofsaríkir. Þannig erum við líklega eftir allt saman eins og stórþjóðin í vestri. En ekki einu sinni þar fáum við að vera fremst meðal jafningja. Bandaríkin eru komin lengra en við í því að mæta fátæktinni með súpueldhúsum og matarmiðum. Okkar fólk stendur enn úti í kuldanum. Jafnvel þótt tekist hafi að verja kaupmátt þeirra sem verst standa umfram hinna duga lægstu laun og bætur engan veginn fyrir nauðþurftum. Allt annað en laun og bætur hækkar. Við höfum glutrað niður því sem við vorum hvað stoltust af sem þjóð, nokkuð jöfnum hlut fólksins í landinu. Á undanförnum áratugum var hér tiltölulega lítil misskipting. Þá horfðum við í forundran á andstæðurnar í Bretlandi og Bandaríkjunum og skildum ekkert í margföldum launamun. Nú erum við engu skárri. Auk þess höfum við orðið okkur til skammar í alþjóðasamfélaginu. Það líður að jólum. Það er alltaf sárt að standa í biðröð eftir mat. Það er jafnvel enn erfiðara um jólaleytið. Það er kalt og dimmt. Stingurinn í brjóstinu meiri en á öðrum tíma ársins yfir því að geta ekki séð um sig og börnin sín eins og vert væri. Það er átakanlegt að verða vitnin að röðunum. Mótsögnin við friðar- og kærleiksboðskap jólanna er hrópandi. Við eigum ekki og megum ekki loka augunum fyrir vaxandi misskiptingu. Hvernig viljum við mæta framtíðinni? Er betra að vera í tveim röðum en einni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skammdegið færist yfir og skuggi Hrunsins hvílir enn yfir þjóð okkar. Allt bendir til að svo muni verða enn um hríð. Eins og útlitið er nú mun hátíð ljóssins ekki hrekja hann burt. Það er vaxandi fátækt í ríku landi! Þetta er þverstæða en engu að síður raunveruleiki. Það eru tvær raðir að myndast. Önnur heldur uppi ímynd velmegunar en hin er raunveruleiki skugga, óhreinu börnin hennar Evu. Á haustdögum hafa færri fengið Frostrósarmiða en vildu. Langar biðraðir mynduðust. Fólk vílaði ekki fyrir sér að standa í röð til að verða sér úti um glæsilega söngveislu með úrvals söngvurum þjóðarinnar. Við heyrum að upppantað sé á jólahlaðborðin. Sem betur fer gengur lífið á Íslandi sinn vanagang. Það hefur ekkert breyst, eða hvað? Jú, það er annað fólk í öðrum röðum. Biðraðir upp á marga tugi metra eru hvarvetna þar sem sjálfboðaliðar útdeila mat. Viku eftir viku teygir biðröðin sig lengra og lengra út í kuldann. Undarlega stutt er síðan þessi þjóð norður við heimskautsbaug gortaði af því að vera komin fram úr Norðurlöndunum á mælikvarða velmegunar. Hugmyndafræðingar litu til Bandaríkjanna til að finna nógu glæsilegan samanburð. Draumsýnin sem vonir stóðu til að rættist í almennum glæsileik varð ekki að veruleika. Nærtækara væri að tala um martröð frekari misskiptingar þar sem bláfátækir eru nú meðal okkar en einnig ofsaríkir. Þannig erum við líklega eftir allt saman eins og stórþjóðin í vestri. En ekki einu sinni þar fáum við að vera fremst meðal jafningja. Bandaríkin eru komin lengra en við í því að mæta fátæktinni með súpueldhúsum og matarmiðum. Okkar fólk stendur enn úti í kuldanum. Jafnvel þótt tekist hafi að verja kaupmátt þeirra sem verst standa umfram hinna duga lægstu laun og bætur engan veginn fyrir nauðþurftum. Allt annað en laun og bætur hækkar. Við höfum glutrað niður því sem við vorum hvað stoltust af sem þjóð, nokkuð jöfnum hlut fólksins í landinu. Á undanförnum áratugum var hér tiltölulega lítil misskipting. Þá horfðum við í forundran á andstæðurnar í Bretlandi og Bandaríkjunum og skildum ekkert í margföldum launamun. Nú erum við engu skárri. Auk þess höfum við orðið okkur til skammar í alþjóðasamfélaginu. Það líður að jólum. Það er alltaf sárt að standa í biðröð eftir mat. Það er jafnvel enn erfiðara um jólaleytið. Það er kalt og dimmt. Stingurinn í brjóstinu meiri en á öðrum tíma ársins yfir því að geta ekki séð um sig og börnin sín eins og vert væri. Það er átakanlegt að verða vitnin að röðunum. Mótsögnin við friðar- og kærleiksboðskap jólanna er hrópandi. Við eigum ekki og megum ekki loka augunum fyrir vaxandi misskiptingu. Hvernig viljum við mæta framtíðinni? Er betra að vera í tveim röðum en einni?
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun