Erlent

Viðurkenndi morð á sex börnum sínum

Óli Tynes skrifar

Þrjátíu og átta ára gömul frönsk kona viðurkenndi fyrir rétti í dag að hún hefði myrt sex nýfædd börn sín. Lík barnanna fundust í plastpokum í kjallara hennar.

Celine Lesage draup höfði til að forðast augnaráð viðstaddra í réttarsalnum meðan kærurnar gegn henni voru lesnar upp. Að því loknu sagði hún lágum rómi; -Ég viðurkenni þessar staðreyndir.

Dómarinn í málinu þrýsti margsinnis á hana að svara því hvort börnin hefðu fæðist lifandi eða andvana. Hún svaraði því loks til að þau hefði fæðist lifandi.

Hún sagði að hún hefði kyrkt tvö barnanna með hálstaki en kæft hin fjögur. Börnin fæddust á árunum 2000-2007.

Lesage var handtekin árið 2007 þegar þáverandi sambýlismaður hennar fann lík barnanna í kjallaranum.

Hún átti eitt barnanna með honum en fimm með fyrrverandi sambýlismanni. Lesage á einn son á lífi. Hann er fjórtán ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×