Enski boltinn

Fletcher: Pressan okkar skilar öllum þessum sjálfsmörkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Fletcher í fararbroddi í fagni Manchester United manna.
Darren Fletcher í fararbroddi í fagni Manchester United manna. Mynd/AFP
Darren Fletcher, miðjumaður Manchester United, segir ástæðuna fyrir öllum sjálfsmörkum mótherja Manchester United á tímabilinu vera pressuna sem United-liðið setur á andstæðinga sína. 10 af 62 mörkum United í ensku úrvalsdeildinni í vetur hafa verið sjálfsmörk mótherja.

„Þessi mörk verða til af því að við setjum mikla pressu á liðin. Þegar þú setur boltann inn á rétta staði í teignum þá getur verið mjög erfitt að verjast þeim. Við leggjum áherslu á að senda boltann á milli varnarmanns og markvarðar, okkar menn eiga alltaf möguleika á að ná fyrirgjöfunum en þetta skapar einnig vandræði fyrir varnarmennina," sagði Darren Fletcher við Sky Sports.

„Þegar þessi sjálfsmörk eru skoðuð betur sjá menn að það er alltaf United-maður á bak við varnarmanninn sem skoraði sjálfsmarkið," bætir Fletcher við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×