Fullveldið tryggt í ESB Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skrifar 26. júní 2010 06:00 Síðastliðið sumar samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var söguleg og lýðræðisleg ákvörðun. Á þjóðhátíðardegi okkar 17. júní síðastliðinn samþykkti síðan leiðtogaráð Evrópusambandsins að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Góð sátt hefur tekist um skipan samninganefndar Íslands þar sem hver og einn er valinn á grundvelli verðleika og einskis annars. Með henni starfa 10 samningahópar sem í eiga sæti margvíslegir sérfræðingar og fulltrúar hagsmunahópa. Aðalsamningamaður okkar Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, sem leiðir samningavinnuna, er einn af okkar færustu og reyndustu samningamönnum og eftirsóttur sem slíkur á alþjóðavettvangi. Vissulega eru skiptar skoðanir um það hvort Ísland eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Sitt sýnist hverjum - og það er eðlilegt. Það er bæði lýðræðislegt og heilbrigt að við Íslendingar tökumst á um þetta mál og skiptumst á skoðunum um kosti og galla aðildar. Hvar á Ísland heima?Evrópusambandið er engin töfralausn. Enginn heldur því fram. Þá er Evrópusambandið síður en svo fullkomið fyrirbæri, frekar en önnur mannanna verk. Málið snýst heldur ekki um það, heldur hitt; hvort þjónar hagsmunum Íslands betur að standa innan eða utan Evrópusambandsins. Vega kostirnir þyngra en gallarnir?Niðurstaða Alþingis er að besta leiðin - og sennilega eina leiðin - til að fá úr því skorið á vitrænan hátt sé að fara í aðildarviðræður, semja um aðildarskilmála og gefa þjóðinni færi á að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli þess.Við þurfum að fara kerfisbundið og vandlega í gegnum málaflokkana - sjávarútvegsmál, landbúnað, byggðamál, gjaldmiðilsmál, efnahagsmál og utanríkismál, svo helstu mál séu nefnd - og vega og meta kosti og galla út frá staðreyndum, ekki getgátum.Þetta er vandasamt verk og vörumst að fara ofan í skotgrafir. Slíkt hefur ekki reynst happadrjúgt hingað til, - og er engri þjóð til sóma. Við þurfum ekki upphrópanir eða áróður, heldur réttar upplýsingar og málefnalega umræðu um það hvað Íslandi er fyrir bestu. Um það hljótum við öll að geta sameinast.Evrópusambandsaðild snýst ekki bara um einstakar atvinnugreinar, hún snýst líka um grundvallarspurningar. Evrópumálin snúast um hvar Ísland á heima í veröldinni, hvernig samfélagi við viljum tilheyra og hvaða framtíð við viljum búa börnunum okkar.Þau eru líka grundvallarþáttur í endurreisninni. Hvernig getum við tryggt langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og traustari umgjörð um atvinnulífið? Hvernig getum við rofið vítahring verðbólgu, vaxta og verðtryggingar sem þekkist hvergi annars staðar í Evrópu? Evrópusambandsaðild og fullveldiðEvrópusambandsaðild snýst síðast en ekki síst um fullveldi Íslands. Spurningin er: Hvort tryggjum við fullveldi Íslands betur innan eða utan Evrópusambandsins?Svar mitt er þetta: Ég tel að fullveldi Íslands sé betur tryggt með þátttöku í samstarfi annarra sjálfstæðra og fullvalda ríkja innan vébanda Evrópusambandsins, heldur en utan þess. Ég tel að við Íslendingar getum haft meiri áhrif á eigin mál með því að sitja við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar, heldur en að húka frammi á gangi.Þetta er einnig niðurstaða ríkjanna í kringum okkur, - sem við berum okkur saman við. Enginn mundi t.d. telja að Danmörk, Írland, Eistland eða Malta hefðu glatað fullveldi sínu við aðild að ESB. Þvert á móti telja þessi ríki að fullveldi þeirra hafi styrkst.En vissulega þurfum við Íslendingar að halda vel á spilunum ef til aðildar kemur - það þarf að gera í öllu alþjóðasamstarfi ef árangur á að nást. Við munum hafa hlutfallslega fá atkvæði í stofnunum sambandsins en höfum um leið í huga að önnur smærri ríki í Evrópu virðast ekki telja það til trafala. Gleymum heldur ekki að í ýmsum málum innan ESB er krafist samhljóða ákvarðana, og þar hafa smærri ríki jafnmikið vægi og hin stærri. Mestu skiptir þó þegar þetta er skoðað að í yfirgnæfandi meirihluta mála næst samstaða milli allra ríkja um sameiginlegar ákvarðanir.Evrópusamvinnan er nefnilega í eðli sínu ákveðin málamiðlun sem miðar að því að tryggja hagsmuni allra, ekki bara hinna stóru og sterku. Það er styrkur Evrópusamvinnunnar og við eigum að ganga óhrædd til móts við hana. Ber er hver að baki nema sér bróður eigiSá sem er einn á báti og óttast samstarf er máttlítill. Sá sem leitar eftir samvinnu við aðra stendur sterkari eftir og getur fengið miklu áorkað. Það er reynsla okkar Íslendinga hvort sem litið er til norrænnar samvinnu, aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu, Sameinuðu þjóðunum, EFTA eða EES. Aðild að Evrópusambandinu er í mínum huga rökrétt framhald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið sumar samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var söguleg og lýðræðisleg ákvörðun. Á þjóðhátíðardegi okkar 17. júní síðastliðinn samþykkti síðan leiðtogaráð Evrópusambandsins að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Góð sátt hefur tekist um skipan samninganefndar Íslands þar sem hver og einn er valinn á grundvelli verðleika og einskis annars. Með henni starfa 10 samningahópar sem í eiga sæti margvíslegir sérfræðingar og fulltrúar hagsmunahópa. Aðalsamningamaður okkar Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, sem leiðir samningavinnuna, er einn af okkar færustu og reyndustu samningamönnum og eftirsóttur sem slíkur á alþjóðavettvangi. Vissulega eru skiptar skoðanir um það hvort Ísland eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Sitt sýnist hverjum - og það er eðlilegt. Það er bæði lýðræðislegt og heilbrigt að við Íslendingar tökumst á um þetta mál og skiptumst á skoðunum um kosti og galla aðildar. Hvar á Ísland heima?Evrópusambandið er engin töfralausn. Enginn heldur því fram. Þá er Evrópusambandið síður en svo fullkomið fyrirbæri, frekar en önnur mannanna verk. Málið snýst heldur ekki um það, heldur hitt; hvort þjónar hagsmunum Íslands betur að standa innan eða utan Evrópusambandsins. Vega kostirnir þyngra en gallarnir?Niðurstaða Alþingis er að besta leiðin - og sennilega eina leiðin - til að fá úr því skorið á vitrænan hátt sé að fara í aðildarviðræður, semja um aðildarskilmála og gefa þjóðinni færi á að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli þess.Við þurfum að fara kerfisbundið og vandlega í gegnum málaflokkana - sjávarútvegsmál, landbúnað, byggðamál, gjaldmiðilsmál, efnahagsmál og utanríkismál, svo helstu mál séu nefnd - og vega og meta kosti og galla út frá staðreyndum, ekki getgátum.Þetta er vandasamt verk og vörumst að fara ofan í skotgrafir. Slíkt hefur ekki reynst happadrjúgt hingað til, - og er engri þjóð til sóma. Við þurfum ekki upphrópanir eða áróður, heldur réttar upplýsingar og málefnalega umræðu um það hvað Íslandi er fyrir bestu. Um það hljótum við öll að geta sameinast.Evrópusambandsaðild snýst ekki bara um einstakar atvinnugreinar, hún snýst líka um grundvallarspurningar. Evrópumálin snúast um hvar Ísland á heima í veröldinni, hvernig samfélagi við viljum tilheyra og hvaða framtíð við viljum búa börnunum okkar.Þau eru líka grundvallarþáttur í endurreisninni. Hvernig getum við tryggt langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og traustari umgjörð um atvinnulífið? Hvernig getum við rofið vítahring verðbólgu, vaxta og verðtryggingar sem þekkist hvergi annars staðar í Evrópu? Evrópusambandsaðild og fullveldiðEvrópusambandsaðild snýst síðast en ekki síst um fullveldi Íslands. Spurningin er: Hvort tryggjum við fullveldi Íslands betur innan eða utan Evrópusambandsins?Svar mitt er þetta: Ég tel að fullveldi Íslands sé betur tryggt með þátttöku í samstarfi annarra sjálfstæðra og fullvalda ríkja innan vébanda Evrópusambandsins, heldur en utan þess. Ég tel að við Íslendingar getum haft meiri áhrif á eigin mál með því að sitja við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar, heldur en að húka frammi á gangi.Þetta er einnig niðurstaða ríkjanna í kringum okkur, - sem við berum okkur saman við. Enginn mundi t.d. telja að Danmörk, Írland, Eistland eða Malta hefðu glatað fullveldi sínu við aðild að ESB. Þvert á móti telja þessi ríki að fullveldi þeirra hafi styrkst.En vissulega þurfum við Íslendingar að halda vel á spilunum ef til aðildar kemur - það þarf að gera í öllu alþjóðasamstarfi ef árangur á að nást. Við munum hafa hlutfallslega fá atkvæði í stofnunum sambandsins en höfum um leið í huga að önnur smærri ríki í Evrópu virðast ekki telja það til trafala. Gleymum heldur ekki að í ýmsum málum innan ESB er krafist samhljóða ákvarðana, og þar hafa smærri ríki jafnmikið vægi og hin stærri. Mestu skiptir þó þegar þetta er skoðað að í yfirgnæfandi meirihluta mála næst samstaða milli allra ríkja um sameiginlegar ákvarðanir.Evrópusamvinnan er nefnilega í eðli sínu ákveðin málamiðlun sem miðar að því að tryggja hagsmuni allra, ekki bara hinna stóru og sterku. Það er styrkur Evrópusamvinnunnar og við eigum að ganga óhrædd til móts við hana. Ber er hver að baki nema sér bróður eigiSá sem er einn á báti og óttast samstarf er máttlítill. Sá sem leitar eftir samvinnu við aðra stendur sterkari eftir og getur fengið miklu áorkað. Það er reynsla okkar Íslendinga hvort sem litið er til norrænnar samvinnu, aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu, Sameinuðu þjóðunum, EFTA eða EES. Aðild að Evrópusambandinu er í mínum huga rökrétt framhald.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun