Erlent

Wikileaks uppljóstrarinn handtekinn

Bandarísk yfirvöld hafa handtekið starfsmann í leyniþjónustu hersins sem staðsettur var í Írak en hann er grunaður um að hafa látið Wikileaks síðunni í té gögn, meðal annars myndbandið sem sýnir þyrluárás í Bagdad árið 2007 þar sem fjöldi óbreyttra borgara lét lífið, en Ríkissjónvarpið sýndi myndbandið fyrst miðla.

Að sögn ættingja mannsins er hann í haldi í Kúweit en hann er einnig sagður hafa látið vefsíðunni í té myndband af loftárás í Afganistan þar sem um 100 óbreyttir borgar létu lífið, mest börn. Auk þess er hann grunaður um að hafa lekið um 260 þúsund skeytum úr bandarísku utanríkisþjónustunni til Wikileaks en skeytin voru skilgreind sem trúnaðarmál.

Bandaríska tímaritið Wired skýrir frá þessu en maðurinn, Bradley Manning, hafði sagt frá gjörðum sínum í spjalli við þekktan fyrrverandi tölvuþrjót. Sá mat það sem svo að lekinn á skjölunum varðaði við þjóðaröryggi og því lét hann yfirvöld vita.






Tengdar fréttir

Stjórnvöld njósnuðu ekki um forsvarsmenn Wikileaks

Dómsmálaráðherra kannast ekki við að íslensk stjórnvöld hafi njósnað um forsvarsmenn Wikileaks síðunnar á meðan þeir voru staddir hér á landi. Hún telur að málið sé byggt á misskilningi.

Vegabréf forsvarsmanns Wikileaks gert upptækt

Vegabréf Julian Assange, forvarsmanns Wikileaks, var gert upptækt þegar hann kom til Melbourne í Ástralíu í síðustu viku. Síðar um daginn að lokinni yfirheyrslu og leit í farangri fékk hann vegabréfið á nýjan leik. Sjálfur heldur Assange því að fram að þetta hafi verið gert vegna þess að á síðasta ári birti Wikileaks ítarlegan lista yfir þær vefsíður sem áströlsk stjórnvöld höfðu hug á að loka. Vefsíðan komst í nokkuð almenna umræðu hér heima þegar þar birtust upplýsingar úr lánabók Kaupþings og önnur gögn. Assange hefur heimsótt Ísland nokkrum sinnum.

Wikileaks birtir myndir af saklausum Írökum deyja

Vefsíðan Wikileaks hefur birt myndband sem sýnir hvernig nokkrir óvopnaðir Írakar, þar á meðal börn, voru skotin í Bagdad í júlí árið 2007. Fullyrt er að bandaríska leyniþjónustan hafi njósnað um fólkið og haft í hótunum við það eftir að upp komst að birta ætti myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×