Lífið

Einar Ágúst vann með sigurvegara Eurovision

Einar Ágúst gaf út Það er ekkert víst að það klikki árið 2007.
Einar Ágúst gaf út Það er ekkert víst að það klikki árið 2007.

Lagið Satellite bar sigur úr býtum í Eurovision eins og frægt er orðið. Lagið er eftir John nokkurn Gordon en það var þýska söngkonan Lena sem færði Þjóðverjum sigur með ágætri frammistöðu sinni.

Gordon þessi vann með Eurovisionfaranum Einari Ágústi Víðissyni þegar sá síðarnefndi gerði sólóplötuna Það er ekkert víst að það klikki en hún var að mestu leyti tekin upp í Lundgaard-hljóðverinu í Danmörku.

Á Myspace-síðu Einars Ágústs má hlusta á nokkur lög af plötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.