Erlent

Yfirmenn hjá Google dæmdir

Þrír yfirmenn hjá netfyrirtækinu Google voru í gær dæmdir í allt að sex mánaða skilorðisbundið fangelsi fyrir brot á friðhelgi einkalífsins.

Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa leyft birtingu myndskeiðs á Netinu fyrir fjórum árum, sem sýndi fjóra unglinga í skóla í Tórínó á Ítalíu ráðast á andlega fatlaðan samnemanda sinn.

Réttarhöldin hafa vakið mikla athygli víða um heim. Forsvarsmenn Google segja niður­stöðuna geta ógnað tjáningarfrelsi á Netinu. Nemendurnir fjórir sem réðust á drenginn voru dæmdir til að gegna samfélagsþjónustu.- sr




Fleiri fréttir

Sjá meira


×