Erlent

Hætta að framleiða Hummer

Fátt er nú talið geta komið í veg fyrir að jeppinn Hummer heyrri brátt sögunni til. Hummer er í grunninn herjeppi sem smíðaður var fyrir Bandaríkjaher en síðar naut hann mikilla vinsælda hjá almenningi, sérstaklega í Bandaríkjunum þó nokkrir hafi til dæmis verið á götunum hér á landi.

General Motors hafa framleitt jeppann en nú er komið að leiðarlokum vegna dvínandi sölu. GM reynir nú að selja merkið til annars framleiðanda, meðal annars í Kína, en allar slíkar tilraunir hafa gengið erfiðlega og því er búist við að hætt verði að framleiða Hummerinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×