Eru lífsgildi öfgatrúleysishópa leiðarljós Mannréttindaráðs? Fjalar Freyr Einarsson skrifar 16. desember 2010 06:00 Umræða um tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar (MR) hefur ekki verið hávær eftir breytingar sem ráðið gerði á tillögunum. Telja margir að þar hafi ráðið tekið af alla annmarka tillagnanna. En því fer fjarri. Vissulega hefur verið tekið tillit til margra ábendinga en eftir stendur sami grautur í nýrri skál. Meirihluti MR hefur varið tillögur sínar og segir að tillögurnar séu samstíga leiðbeinandi reglum þjóðkirkjunnar í öllum atriðum nema einu. Slíkur rökstuðningur lýsir óbilgirni og rökleysi meirihlutans í undarlegum tillögum. Í því sambandi vil ég spyrja meirihlutann hvaða liður það sé sem er svona mikið samstíga þjóðkirkjunni. Er það að: Kirkjan megi ekki heimsækja grunnskóla eða kynna gott starf kirkjunnar? Ekki megi hengja upp auglýsingar um kristilegt æskulýðsstarf? Nemendur mega ekki þiggja Nýja testamentið að gjöf? Nemendur megi ekki syngja eða taka annan þátt í kirkjuheimsóknum? Prestar komi ekki að áfallahjálp nema með sérstöku samþykki allra hlutaðeigandi barna? Trúar- og lífsskoðunarfélög skipuleggi ekki fermingar- og barnastarf á skólatíma en íþróttafélögum og tómstundastarfi utan kirkju sé það heimilt? Tónmenntakennarar megi ekki syngja sálma með nemendum? Í grunnskólum landsins er litið á nemendur sem einstaklinga með mismunandi þarfir sem þarf að mæta. Þar er meðal annars að finna nemendur sem þurfa sérstaka fæðu, hafa ofnæmi, fara í viðtal til námsráðgjafa eða fara í aðrar stofur að læra. Sumir hafa röskun á einhverfurófi, aðrir eru með tourette og enn aðrir eru á lyfjum. Mín reynsla sem kennari er að ef sérstakar aðstæður nemanda eru útskýrðar vel fyrir öðrum nemendum eykur það skilning þeirra gagnvart nemandanum og breytir neikvæðum viðhorfum þeirra í jákvæð. Það sama tel ég eiga við þegar nemendur hafa aðra trúar- eða lífsskoðun. Því er afar misráðið að útiloka svo mikilvægt atriði í lífi einstaklinga og þjóðar. Skólastarf á Íslandi markast af stefnu sem kallast „Skóli fyrir alla". Er hún talin auka skilning barna á félagslegri blöndun nemenda og undirbúningi þeirra fyrir þátttöku í samfélaginu í fullu jafnræði. MR telur þetta ekki gilda um trúar- og lífsskoðanir, sem er mjög undarlegt og fer gamaldags leið í ætt við þá að loka þroskahefta á sér stofnun svo hinir „heilbrigðu" þurfi ekki að sjá þá í stað þess að leyfa fjölbreytileika manna að vera á yfirborðinu. Það er kjörið tækifæri fyrir kennara að þjálfa nemendur í umburðarlyndi og skilningi á því að lífsviðhorf fólks sé mismunandi. Ætli MR sér að fara þá grýttu leið að hafa lífsgildi öfga trúleysishópa að leiðarljósi verður ráðið að gera sér grein fyrir því að aðrir lífsgildishópar hafa sama rétt og að fara yrði því alla leið. Það fer til dæmis gegn lífsskoðunum Votta Jehóva að halda hátíðir eins og jól og afmæli. Ætlar MR að beita sér fyrir því að afnema litlu jólin og banna skólunum að halda slíkar hátíðir á skólatíma eða banna nemendum að syngja afmælissönginn til að gæta jafnræðis? Fræðsla á kynlífi og notkun smokka fer gegn lífsskoðunum kaþólikka. Þróunarkenning Darwins fer gegn trúarskoðunum strangtrúaðra. Hópar trúaðra telja samkynhneigð synd. Slíkt „trúboð" verður að stöðva ef MR ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér. Meirihluti MR reynir að bakka út úr ógöngum sínum með því að taka það fram að hefðir í skólastarfi sem teljist hluti af gamalgrónum hátíðum þjóðarinnar séu í lagi. Ég spyr þá MR hvort það sé skilningur meirihlutans að það sé í lagi að brjóta „mannréttindi" barna á gamalgrónum hátíðum en ekki aðra daga? Það sér það hver sem vill sjá að tillögur MR eru rökleysa og þegar á heildina er litið er ekki verið að verja mannréttindi heldur ráða annarlegir hagsmunir för. Það er óeðlileg stjórnsýsla sem á ekki að sjást í höfuðborg okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umræða um tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar (MR) hefur ekki verið hávær eftir breytingar sem ráðið gerði á tillögunum. Telja margir að þar hafi ráðið tekið af alla annmarka tillagnanna. En því fer fjarri. Vissulega hefur verið tekið tillit til margra ábendinga en eftir stendur sami grautur í nýrri skál. Meirihluti MR hefur varið tillögur sínar og segir að tillögurnar séu samstíga leiðbeinandi reglum þjóðkirkjunnar í öllum atriðum nema einu. Slíkur rökstuðningur lýsir óbilgirni og rökleysi meirihlutans í undarlegum tillögum. Í því sambandi vil ég spyrja meirihlutann hvaða liður það sé sem er svona mikið samstíga þjóðkirkjunni. Er það að: Kirkjan megi ekki heimsækja grunnskóla eða kynna gott starf kirkjunnar? Ekki megi hengja upp auglýsingar um kristilegt æskulýðsstarf? Nemendur mega ekki þiggja Nýja testamentið að gjöf? Nemendur megi ekki syngja eða taka annan þátt í kirkjuheimsóknum? Prestar komi ekki að áfallahjálp nema með sérstöku samþykki allra hlutaðeigandi barna? Trúar- og lífsskoðunarfélög skipuleggi ekki fermingar- og barnastarf á skólatíma en íþróttafélögum og tómstundastarfi utan kirkju sé það heimilt? Tónmenntakennarar megi ekki syngja sálma með nemendum? Í grunnskólum landsins er litið á nemendur sem einstaklinga með mismunandi þarfir sem þarf að mæta. Þar er meðal annars að finna nemendur sem þurfa sérstaka fæðu, hafa ofnæmi, fara í viðtal til námsráðgjafa eða fara í aðrar stofur að læra. Sumir hafa röskun á einhverfurófi, aðrir eru með tourette og enn aðrir eru á lyfjum. Mín reynsla sem kennari er að ef sérstakar aðstæður nemanda eru útskýrðar vel fyrir öðrum nemendum eykur það skilning þeirra gagnvart nemandanum og breytir neikvæðum viðhorfum þeirra í jákvæð. Það sama tel ég eiga við þegar nemendur hafa aðra trúar- eða lífsskoðun. Því er afar misráðið að útiloka svo mikilvægt atriði í lífi einstaklinga og þjóðar. Skólastarf á Íslandi markast af stefnu sem kallast „Skóli fyrir alla". Er hún talin auka skilning barna á félagslegri blöndun nemenda og undirbúningi þeirra fyrir þátttöku í samfélaginu í fullu jafnræði. MR telur þetta ekki gilda um trúar- og lífsskoðanir, sem er mjög undarlegt og fer gamaldags leið í ætt við þá að loka þroskahefta á sér stofnun svo hinir „heilbrigðu" þurfi ekki að sjá þá í stað þess að leyfa fjölbreytileika manna að vera á yfirborðinu. Það er kjörið tækifæri fyrir kennara að þjálfa nemendur í umburðarlyndi og skilningi á því að lífsviðhorf fólks sé mismunandi. Ætli MR sér að fara þá grýttu leið að hafa lífsgildi öfga trúleysishópa að leiðarljósi verður ráðið að gera sér grein fyrir því að aðrir lífsgildishópar hafa sama rétt og að fara yrði því alla leið. Það fer til dæmis gegn lífsskoðunum Votta Jehóva að halda hátíðir eins og jól og afmæli. Ætlar MR að beita sér fyrir því að afnema litlu jólin og banna skólunum að halda slíkar hátíðir á skólatíma eða banna nemendum að syngja afmælissönginn til að gæta jafnræðis? Fræðsla á kynlífi og notkun smokka fer gegn lífsskoðunum kaþólikka. Þróunarkenning Darwins fer gegn trúarskoðunum strangtrúaðra. Hópar trúaðra telja samkynhneigð synd. Slíkt „trúboð" verður að stöðva ef MR ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér. Meirihluti MR reynir að bakka út úr ógöngum sínum með því að taka það fram að hefðir í skólastarfi sem teljist hluti af gamalgrónum hátíðum þjóðarinnar séu í lagi. Ég spyr þá MR hvort það sé skilningur meirihlutans að það sé í lagi að brjóta „mannréttindi" barna á gamalgrónum hátíðum en ekki aðra daga? Það sér það hver sem vill sjá að tillögur MR eru rökleysa og þegar á heildina er litið er ekki verið að verja mannréttindi heldur ráða annarlegir hagsmunir för. Það er óeðlileg stjórnsýsla sem á ekki að sjást í höfuðborg okkar.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar