Vilja leggja grunninn að nýjum stöðugleikasáttmála 24. nóvember 2010 06:00 Stöðugleikasáttmálinn undirritaður. Mynd/Stefán Karlsson Forvígismenn vinnuveitenda og launþega, á opinbera og almenna vinnumarkaðnum, ætla að fara yfir komandi kjarasamningsgerð á fundi á morgun. Mun Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stýra fundinum. „Það er nauðsynlegt að allir aðilar vinnumarkaðarins komi saman og ræði málin,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem boðaði til fundarins. Samtökin telja mikilvægt að allir séu samtaka í samningagerðinni, en flestir samningar renna út í lok þessa mánaðar eða næsta. „Við viljum að niðurstaðan verði samningur til þriggja ára með hóflegum launahækkunum,“ segir Vilhjálmur. Forsenda þess sé að verðbólga verði lág og störf skapist. Aðspurður segir hann hugsanlegt að út úr fundinum komi grunnur að nýjum stöðugleikasáttmála. „Við viljum kanna hvort menn séu tilbúnir til að reyna að fara slíka leið.“ Spurður hvort hann sé fyrir fram bjartsýnn á að sú verði niðurstaðan segir hann: „Ég spyr, hvaða betri leið er í boði? Ég held að það sé engin betri leið í boði.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill fátt segja um möguleikann á nýjum sáttmála en bendir hins vegar á að á sambærilegum fundi í febrúar 2009 hafi uppleggið að sáttmálanum hinum fyrri orðið til. Einnig bendir hann á að á ársfundi ASÍ fyrir mánuði hafi verið ályktað að mikilvægt væri að efnt yrði til víðtæks samstarfs og samvinnu stjórnvalda, stjórnarandstöðu, atvinnurekenda og stéttarfélaga á almennum og opinberum vinnumarkaði við það verkefni að fjölga störfum og auka og tryggja kaupmátt launafólks. Inntur álits á hugmyndum SA um kjarasamning til þriggja ára segir Gylfi að til að ræða þær þurfi aðkomu ríkisvaldsins í efnahags- og atvinnumálum. Þær forsendur liggi ekki fyrir. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að fyrir fundinum liggi að kanna hvort einhverjar línur liggi saman sem hægt sé að vefa úr. „Við mætum með okkar nesti og hlustum á aðra.“- bþs Vilhjálmur Egilsson Gylfi Arnbjörnsson Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Forvígismenn vinnuveitenda og launþega, á opinbera og almenna vinnumarkaðnum, ætla að fara yfir komandi kjarasamningsgerð á fundi á morgun. Mun Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stýra fundinum. „Það er nauðsynlegt að allir aðilar vinnumarkaðarins komi saman og ræði málin,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem boðaði til fundarins. Samtökin telja mikilvægt að allir séu samtaka í samningagerðinni, en flestir samningar renna út í lok þessa mánaðar eða næsta. „Við viljum að niðurstaðan verði samningur til þriggja ára með hóflegum launahækkunum,“ segir Vilhjálmur. Forsenda þess sé að verðbólga verði lág og störf skapist. Aðspurður segir hann hugsanlegt að út úr fundinum komi grunnur að nýjum stöðugleikasáttmála. „Við viljum kanna hvort menn séu tilbúnir til að reyna að fara slíka leið.“ Spurður hvort hann sé fyrir fram bjartsýnn á að sú verði niðurstaðan segir hann: „Ég spyr, hvaða betri leið er í boði? Ég held að það sé engin betri leið í boði.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill fátt segja um möguleikann á nýjum sáttmála en bendir hins vegar á að á sambærilegum fundi í febrúar 2009 hafi uppleggið að sáttmálanum hinum fyrri orðið til. Einnig bendir hann á að á ársfundi ASÍ fyrir mánuði hafi verið ályktað að mikilvægt væri að efnt yrði til víðtæks samstarfs og samvinnu stjórnvalda, stjórnarandstöðu, atvinnurekenda og stéttarfélaga á almennum og opinberum vinnumarkaði við það verkefni að fjölga störfum og auka og tryggja kaupmátt launafólks. Inntur álits á hugmyndum SA um kjarasamning til þriggja ára segir Gylfi að til að ræða þær þurfi aðkomu ríkisvaldsins í efnahags- og atvinnumálum. Þær forsendur liggi ekki fyrir. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að fyrir fundinum liggi að kanna hvort einhverjar línur liggi saman sem hægt sé að vefa úr. „Við mætum með okkar nesti og hlustum á aðra.“- bþs Vilhjálmur Egilsson Gylfi Arnbjörnsson Elín Björg Jónsdóttir
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira