Vinir Þórsmerkur stofna félag Hreinn Óskarsson skrifar 30. nóvember 2010 05:30 Þórsmörk og Goðaland eru með fallegustu stöðum á landinu og þó víðar væri leitað. Þar er að finna fjölbreytt og stórbrotið landslag sem klætt er birkiskógum, straumhörðum ám, jöklum, eldfjöllum og nýrunnu hrauni. Fjölmargir gestir heimsækja þetta svæði bæði gangandi og akandi og er talið að milli 70 og 100 þúsund manns heimsæki svæðið árlega. Í sumar var stofnað félag er kallast Vinir Þórsmerkur. Er þar um að ræða samtök einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana. Meginmarkmið Vina Þórsmerkur er að standa vörð um náttúru Þórsmerkur, Goðalands og nálægra afrétta, og bæta aðgengi almennings að svæðinu og ferðamannaaðstöðu án þess að ganga á náttúru svæðisins. Í þessu felst meðal annars að halda við þeim fjölmörgu gönguleiðum og göngubrúm sem er að finna á svæðinu og bæta merkingar á leiðunum. Stjórn félagsins var skipuð í haust og verður almenningi fljótlega boðið að skrá sig í félagið. Aðgengi að Þórsmerkursvæðinu er fremur erfitt vegna þess að þangað liggur aðeins grófur malarvegur og þarf að fara yfir nokkrar óbrúaðar ár á leiðinni. Telja margir þetta vera hluta af upplifuninni við að fara í Mörkina. Þessar ár geta þó vaxið mjög hratt í vatnsveðrum sem og af sólbráð á heitum dögum og leiðin lokast. Þær eru því stórvarasamar og hafa orðið þar alvarleg slys, þar á meðal banaslys. Í nýliðnu eldgosi í Eyjafjallajökli lokaðist leiðin inn í Þórsmörk vegna hlaupsins úr Gígjökli og urðu ferðalangar innlyksa á Merkursvæðinu. Eitt af fyrstu verkefnum Vina Þórsmerkur nú á haustdögum var að sækja um fjárveitingu til Alþingis til að smíða nýja göngubrú yfir Markarfljót. Ef slík brú yrði reist væri hægt að komast inn í Þórsmörk úr Fljótshlíð. Göngubrú á Markarfljót á móts við Húsadal myndi auka á öryggi ferðamanna í Þórsmörk og gera fólki kleift að komast heim þegar ár eru ófærar. Brú á þessum stað myndi opna nýja vídd í ferðaþjónustu á svæðinu með tengingu Þórsmerkur við Tindfjöll og Einhyrningssvæðið. Eftir áramót munu Vinir Þórsmerkur halda málþing um Þórsmörk og hlutverk samtakanna og verður það auglýst nánar þegar nær dregur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þórsmörk og Goðaland eru með fallegustu stöðum á landinu og þó víðar væri leitað. Þar er að finna fjölbreytt og stórbrotið landslag sem klætt er birkiskógum, straumhörðum ám, jöklum, eldfjöllum og nýrunnu hrauni. Fjölmargir gestir heimsækja þetta svæði bæði gangandi og akandi og er talið að milli 70 og 100 þúsund manns heimsæki svæðið árlega. Í sumar var stofnað félag er kallast Vinir Þórsmerkur. Er þar um að ræða samtök einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana. Meginmarkmið Vina Þórsmerkur er að standa vörð um náttúru Þórsmerkur, Goðalands og nálægra afrétta, og bæta aðgengi almennings að svæðinu og ferðamannaaðstöðu án þess að ganga á náttúru svæðisins. Í þessu felst meðal annars að halda við þeim fjölmörgu gönguleiðum og göngubrúm sem er að finna á svæðinu og bæta merkingar á leiðunum. Stjórn félagsins var skipuð í haust og verður almenningi fljótlega boðið að skrá sig í félagið. Aðgengi að Þórsmerkursvæðinu er fremur erfitt vegna þess að þangað liggur aðeins grófur malarvegur og þarf að fara yfir nokkrar óbrúaðar ár á leiðinni. Telja margir þetta vera hluta af upplifuninni við að fara í Mörkina. Þessar ár geta þó vaxið mjög hratt í vatnsveðrum sem og af sólbráð á heitum dögum og leiðin lokast. Þær eru því stórvarasamar og hafa orðið þar alvarleg slys, þar á meðal banaslys. Í nýliðnu eldgosi í Eyjafjallajökli lokaðist leiðin inn í Þórsmörk vegna hlaupsins úr Gígjökli og urðu ferðalangar innlyksa á Merkursvæðinu. Eitt af fyrstu verkefnum Vina Þórsmerkur nú á haustdögum var að sækja um fjárveitingu til Alþingis til að smíða nýja göngubrú yfir Markarfljót. Ef slík brú yrði reist væri hægt að komast inn í Þórsmörk úr Fljótshlíð. Göngubrú á Markarfljót á móts við Húsadal myndi auka á öryggi ferðamanna í Þórsmörk og gera fólki kleift að komast heim þegar ár eru ófærar. Brú á þessum stað myndi opna nýja vídd í ferðaþjónustu á svæðinu með tengingu Þórsmerkur við Tindfjöll og Einhyrningssvæðið. Eftir áramót munu Vinir Þórsmerkur halda málþing um Þórsmörk og hlutverk samtakanna og verður það auglýst nánar þegar nær dregur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar