Um spillinguna 6. febrúar 2010 06:00 Ástráður Haraldsson skrifar um meinta spillingu Í þættinum Silfur Egils sem sýndur var í ríkissjónvarpinu síðastliðinn sunnudag var birt ítarlegt viðtal umsjónarmannsins við fræðimann sem starfar við sjálfan Háskóla Íslands og heitir Hákon Hrafn Sigurðsson. Sá kvaðst mættur til að gera grein fyrir ítarlegum rannsóknum sínum á spillingunni í samfélaginu og hafði með sér þykkan skjalabunka. Í inngangi sínum lýsti fræðimaðurinn því að hann væri með rannsóknum sínum sem háskólaborgari að starfa í anda Páls Skúlasonar og að þjóðfélagsrýni hans væri viðleitni til að starfa í anda gagnrýninnar hugsunar. Meðal þess sem fræðimaðurinn fjallaði um voru rannsóknir hans á fjármálum Háskólans á Bifröst. Í því sambandi nefndi fræðimaðurinn viðskipti Bifrastar við Nýsi hf. Sagði frá því að í byrjun júní 2009 hefði Bifröst keypt af Nýsi hlutafélagið Mostur við verði sem að hans mati væri óeðlilega lágt. Lét um leið að því liggja að mikil ástæða væri til að tortryggja hlut undirritaðs í þessu sambandi þar sem ég er skiptastjóri Nýsis og kennari við Bifröst og á sæti í stjórn skólans. Þetta er auðvitað voðalegt. Það sem fræðimaðurinn missti hins vegar af er það að Nýsir hf. varð ekki gjaldþrota fyrr en í október 2009. Þeir sem stóðu að málum í júní 2009 fyrir Nýsi voru stjórnarmenn Nýsis en ekki skiptastjórar. Þeir voru enda ekki skipaðir fyrr en við gjaldþrotaúrskurðinn fjórum mánuðum síðar. Undirritaður kom því hvergi að málum nema sem almennur stjórnarmaður í stjórn Bifrastar. Ég hef reynt að hafa samband við fræðimanninn og leiðrétta umfjöllun hans en hann hefur (enn) ekki séð ástæðu til að lagfæra frásögn sína. Ég reyndi líka að ræða við umsjónarmann Silfurs Egils en hann vildi lítið við mig ræða og hafði bersýnilega ekki áhuga á öðrum staðreyndum en þeim sem hann var sjálfur búinn að matreiða. Síðast reyndi ég svo að ræða við útvarpsstjóra. Þetta gerði ég í trausti þess að hjá þeirri stofnun væri vilji til að segja satt og rétt frá og leiðrétta það sem úrskeiðis kynni að fara. Þetta hefur því miður reynst misskilningur minn. Útvarpsstjórinn má ekki vera að því að ræða við almenna lögmenn út í bæ. Að minnsta kosti ekki undirritaðan. Mikil umræða fer nú fram um það sem miður hefur farið í fjármálum þjóðarinnar. Það er eðlilegt. Ýmsar djarfar fullyrðingar koma fram. Það er að vonum. Mikið óskaplega væri nú samt mikilvægt ef við gætum treyst því að mikilvægustu fréttamiðlar landsins gerðu lágmarkskröfur um undirbyggingu fullyrðinga um hegningarlagabrot nafngreindra einstaklinga áður en þeim er útvarpað. Höfundur er hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ódýrt í sund í Kópavogi Nokkur umræða hefur spunnist um 120 króna gjald sem tekið verður af 67 ára og eldri í sundlaugum Kópavogs. Af því tilefni leyfi ég mér í fyllstu vinsemd að benda á nokkrar staðreyndir. 8. febrúar 2010 06:00 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ástráður Haraldsson skrifar um meinta spillingu Í þættinum Silfur Egils sem sýndur var í ríkissjónvarpinu síðastliðinn sunnudag var birt ítarlegt viðtal umsjónarmannsins við fræðimann sem starfar við sjálfan Háskóla Íslands og heitir Hákon Hrafn Sigurðsson. Sá kvaðst mættur til að gera grein fyrir ítarlegum rannsóknum sínum á spillingunni í samfélaginu og hafði með sér þykkan skjalabunka. Í inngangi sínum lýsti fræðimaðurinn því að hann væri með rannsóknum sínum sem háskólaborgari að starfa í anda Páls Skúlasonar og að þjóðfélagsrýni hans væri viðleitni til að starfa í anda gagnrýninnar hugsunar. Meðal þess sem fræðimaðurinn fjallaði um voru rannsóknir hans á fjármálum Háskólans á Bifröst. Í því sambandi nefndi fræðimaðurinn viðskipti Bifrastar við Nýsi hf. Sagði frá því að í byrjun júní 2009 hefði Bifröst keypt af Nýsi hlutafélagið Mostur við verði sem að hans mati væri óeðlilega lágt. Lét um leið að því liggja að mikil ástæða væri til að tortryggja hlut undirritaðs í þessu sambandi þar sem ég er skiptastjóri Nýsis og kennari við Bifröst og á sæti í stjórn skólans. Þetta er auðvitað voðalegt. Það sem fræðimaðurinn missti hins vegar af er það að Nýsir hf. varð ekki gjaldþrota fyrr en í október 2009. Þeir sem stóðu að málum í júní 2009 fyrir Nýsi voru stjórnarmenn Nýsis en ekki skiptastjórar. Þeir voru enda ekki skipaðir fyrr en við gjaldþrotaúrskurðinn fjórum mánuðum síðar. Undirritaður kom því hvergi að málum nema sem almennur stjórnarmaður í stjórn Bifrastar. Ég hef reynt að hafa samband við fræðimanninn og leiðrétta umfjöllun hans en hann hefur (enn) ekki séð ástæðu til að lagfæra frásögn sína. Ég reyndi líka að ræða við umsjónarmann Silfurs Egils en hann vildi lítið við mig ræða og hafði bersýnilega ekki áhuga á öðrum staðreyndum en þeim sem hann var sjálfur búinn að matreiða. Síðast reyndi ég svo að ræða við útvarpsstjóra. Þetta gerði ég í trausti þess að hjá þeirri stofnun væri vilji til að segja satt og rétt frá og leiðrétta það sem úrskeiðis kynni að fara. Þetta hefur því miður reynst misskilningur minn. Útvarpsstjórinn má ekki vera að því að ræða við almenna lögmenn út í bæ. Að minnsta kosti ekki undirritaðan. Mikil umræða fer nú fram um það sem miður hefur farið í fjármálum þjóðarinnar. Það er eðlilegt. Ýmsar djarfar fullyrðingar koma fram. Það er að vonum. Mikið óskaplega væri nú samt mikilvægt ef við gætum treyst því að mikilvægustu fréttamiðlar landsins gerðu lágmarkskröfur um undirbyggingu fullyrðinga um hegningarlagabrot nafngreindra einstaklinga áður en þeim er útvarpað. Höfundur er hæstaréttarlögmaður í Reykjavík.
Ódýrt í sund í Kópavogi Nokkur umræða hefur spunnist um 120 króna gjald sem tekið verður af 67 ára og eldri í sundlaugum Kópavogs. Af því tilefni leyfi ég mér í fyllstu vinsemd að benda á nokkrar staðreyndir. 8. febrúar 2010 06:00
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar