Ódýrt í sund í Kópavogi Gunnsteinn Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2010 06:00 Nokkur umræða hefur spunnist um 120 króna gjald sem tekið verður af 67 ára og eldri í sundlaugum Kópavogs. Af því tilefni leyfi ég mér í fyllstu vinsemd að benda á nokkrar staðreyndir. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2010 tekur sem eðlilegt er mið af slæmu efnahagslegu árferði. Gert er ráð fyrir að allir sem vettlingi geti valdið leggi eitthvað af mörkum til að standa megi vörð um grunnþjónustuna í bænum. Gerð er rík krafa um hagræðingu á öllum sviðum í rekstri bæjarins. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar var unnin af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn og standa þeir saman að henni. Í fjárhagsáætlun ársins 2010 felst málamiðlun ólíkra sjónarmiða flokkanna sem að henni standa með það sameiginlega markmið að vernda grunnþjónustu við bæjarbúa og halda gjaldskrárhækkunum í lágmarki. Þrátt fyrir erfið efnahagsleg skilyrði hefur með samstilltu átaki tekist að semja raunhæfa áætlun sem gerir ráð fyrir lítilsháttar rekstrarafgangi. Samt má ekki mikið út af bregða ef endar eiga að ná saman. Aldraðir, 67 ára og eldri, hafa um langt skeið notið niðurgreiðslu úr bæjarsjóði á gjaldi í sundlaugar. Þessi niðurgreiðsla af liðum Félagsþjónustu Kópavogs hefur numið um 7 milljónum króna á ári. Við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja verður að taka strangara tillit til forgangsröðunar en í góðæri, einkum og sér í lagi á vettvangi félagsþjónustu. Niðurgreiðslu verður ekki hætt fyrir þennan aldursflokk, eins og hefur mátt skilja af umræðunni. Hún verður hins vegar minnkuð þannig að framvegis verður farið fram á gjald af einstaklingum á þessum aldri í sundlaugar Kópavogs sem nemur tæpum þriðjungi af fullu gjaldi; það verður 120 kr. en fullt gjald er 350 kr. Svo má fá helmingsafslátt af 120 kr. gjaldinu með því að kaupa 60 punkta kort á 3.600 kr. sem veitir aðgang að sundlaugunum í 60 skipti. Árskort mun kosta 7.500 kr. fyrir 67 ára og eldri en fullt gjald er 21.000 kr. Hafa ber í huga að gjaldskrá sundlauga í Kópavogi hefur ekki verið breytt frá árinu 2005 en á þeim tíma hefur orðið um 49% vísitöluhækkun. Gjaldskrárbreytingarnar nú eru langt innan þeirra marka. Á það skal enn fremur bent að félög á borð við Félag eldri borgara getur gert samning fyrir sína félagsmenn um kaup á aðgangskorti í sundlaugar Kópavogs á sérstökum vildarkjörum. Til þess verður að hafa beint samband við viðkomandi sundlaug. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist um 120 króna gjald sem tekið verður af 67 ára og eldri í sundlaugum Kópavogs. Af því tilefni leyfi ég mér í fyllstu vinsemd að benda á nokkrar staðreyndir. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2010 tekur sem eðlilegt er mið af slæmu efnahagslegu árferði. Gert er ráð fyrir að allir sem vettlingi geti valdið leggi eitthvað af mörkum til að standa megi vörð um grunnþjónustuna í bænum. Gerð er rík krafa um hagræðingu á öllum sviðum í rekstri bæjarins. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar var unnin af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn og standa þeir saman að henni. Í fjárhagsáætlun ársins 2010 felst málamiðlun ólíkra sjónarmiða flokkanna sem að henni standa með það sameiginlega markmið að vernda grunnþjónustu við bæjarbúa og halda gjaldskrárhækkunum í lágmarki. Þrátt fyrir erfið efnahagsleg skilyrði hefur með samstilltu átaki tekist að semja raunhæfa áætlun sem gerir ráð fyrir lítilsháttar rekstrarafgangi. Samt má ekki mikið út af bregða ef endar eiga að ná saman. Aldraðir, 67 ára og eldri, hafa um langt skeið notið niðurgreiðslu úr bæjarsjóði á gjaldi í sundlaugar. Þessi niðurgreiðsla af liðum Félagsþjónustu Kópavogs hefur numið um 7 milljónum króna á ári. Við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja verður að taka strangara tillit til forgangsröðunar en í góðæri, einkum og sér í lagi á vettvangi félagsþjónustu. Niðurgreiðslu verður ekki hætt fyrir þennan aldursflokk, eins og hefur mátt skilja af umræðunni. Hún verður hins vegar minnkuð þannig að framvegis verður farið fram á gjald af einstaklingum á þessum aldri í sundlaugar Kópavogs sem nemur tæpum þriðjungi af fullu gjaldi; það verður 120 kr. en fullt gjald er 350 kr. Svo má fá helmingsafslátt af 120 kr. gjaldinu með því að kaupa 60 punkta kort á 3.600 kr. sem veitir aðgang að sundlaugunum í 60 skipti. Árskort mun kosta 7.500 kr. fyrir 67 ára og eldri en fullt gjald er 21.000 kr. Hafa ber í huga að gjaldskrá sundlauga í Kópavogi hefur ekki verið breytt frá árinu 2005 en á þeim tíma hefur orðið um 49% vísitöluhækkun. Gjaldskrárbreytingarnar nú eru langt innan þeirra marka. Á það skal enn fremur bent að félög á borð við Félag eldri borgara getur gert samning fyrir sína félagsmenn um kaup á aðgangskorti í sundlaugar Kópavogs á sérstökum vildarkjörum. Til þess verður að hafa beint samband við viðkomandi sundlaug. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar