Erlent

Ráðherra vildi selja áhrif sín

Óli Tynes skrifar
Stephen Byers, fyrrverandi ráðherra.
Stephen Byers, fyrrverandi ráðherra.

Fyrrverandi breskur ráðherra hefur haft samband við siðanefnd breska þingsins vegna ásakana um að hann hafi boðist til þess að beita áhrifum sínum í ríkisstjórninni gegn greiðslu.

Stephen Byers er fyrrverandi samgönguráðherra. Hann var myndaður á laun þar sem hann bauðst til þess að beita pólitískum áhrifum sínum fyrir einkaaðila fyrir 5000 sterlingspunda greiðslu á dag. Það er tæplega einn milljón króna.

Á sjónvarpsupptökunni gortar Byers af því að hann hafi fengið í gegn breytingar á lögum fyrir stór fyrirtæki.

Byers hélt því síðar fram að hann hefði ýkt áhrif sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×