Erlent

Kaupmannahafnarháskóli fær risastyrk

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Kaupmannarhafnarháskóli tekur í dag á móti gríðarstórum styrk frá lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk. Styrkupphæðin nemur 885 milljónum danskra króna eða ríflega 20 milljörðum íslenskra króna og á að koma skólanum í fararbrodd við rannsóknir á lífstílssjúkdómum á borð við sykursýki 2.

Novo Nordisk hefur einmitt hagnast vel á sölu lyfja til sjúklinga með sykursýki. Styrkurinn gerir skólanum kleift að opna síðar á árinu alþjóðlega rannsóknamiðstöð í efnaskiptasjúkdómum þar sem áhersla verður lögð á að rannsaka sykursýki 2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×