Erlent

Forsætisráðherra Haítí óttast að kristniboðarnir fái of mikla athygli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jean-Max Bellerive forsætisráðherra óttast að trúboðarnir taki athygli frá þeim sem þurfa hjálp. Mynd/ AFP.
Jean-Max Bellerive forsætisráðherra óttast að trúboðarnir taki athygli frá þeim sem þurfa hjálp. Mynd/ AFP.
Forsætisráðherra Haítí óttast að mál krstniboðanna 10 sem sakaðir eru um að hafa ætlað að ræna börnum eftir jarðskjálftann beini athygli alheimsins frá björgunarstörfum í Haítí.

Greint var frá því í gær að stjórnvöld á Haítí hafi ákært trúboðana fyrir mannrán. Ef þeir verða sakfelldir gætu þeir átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma. Trúboðarnir voru stöðvaðir við landamæri Haítí og Dóminíska lýðveldisins á föstudag í síðustu viku og sögðust þeir vera að flytja börnin á munaðarleysingjahæli þar í landi. Síðar kom í ljós að sum barnanna áttu foreldra á lífi.

Jean-Max Bellerive forsætisráðherra segir að það veki sér ótta ef meira verði fjallað um sendiboðana tíu en þær milljónir Haítí búa sem þjáist víðsvegar um landið eftir hörmungarnar sem hafa skekið landið. Hann er þó ómyrkur í máli tímenninganna og segir að þeir séu mannræningjar þrátt fyrir að þeir sjálfir haldi fram sakleysi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×