Innlent

Hótaði strokuhænum lífláti

Hænurnar vissu ekki hversu alvarlegar afleiðingar flakkið í þeim hafði.
Hænurnar vissu ekki hversu alvarlegar afleiðingar flakkið í þeim hafði.
Lögreglustjórinn á Akureyri hefur höfðað opinbert mál fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur konu á sjötugsaldri fyrir að hafa látið hendur skipta vegna flökkugjarnra hænsna og ferða þeirra.

Konunni, sem ákærð hefur verið, er gefin að sök líkamsárás og hótanir. Hún er sökuð um að hafa laugardaginn 29. maí 2010, í garði við Aðalstræti á Akureyri, hótað því að drepa hænur annarrar konu. Hænurnar höfðu strokið yfir í garð ákærðu konunnar. Henni er síðan gefið að sök að hafa ráðist að hænsnaeigandanum, slegið til hennar með neti sem hún var með til að fanga hænurnar, rifið bol sem hún var í, rifið í hár hennar og togað fast í og síðan slegið hana ítrekað í andlitið beggja megin. Afleiðingar árásarinnar fyrir hænsnaeigandann urðu þær að hún hlaut roða á vinstra eyra og sár og blóðtaum við hljóðhimnuna og eymsli á hálsinum vinstra megin.

Hænsnaeigandinn sem er nokkru yngri en árásarkonan, eða á sextugsaldri, gerir bótakröfu á hendur henni upp á rúmlega 433 þúsund krónur. - jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×