Erlent

Wilders dreginn fyrir dómara ákærður fyrir kynþáttahatur

Réttað verður yfir hollenska þingmanninum Geert Wilders fyrir dómstóli í Amsterdam á næstunni.

Wilders er ákærður fyrir að ýta undir kynþáttahatur í garð múslima í landinu en hann er þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar á þeim. Verði Wilders fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi og yfir milljón króna sekt.

Wilders segist vera saklaus af þessari ákæru sem er í fimm liðum. Wilders mun m.a. hafa líkt Íslamstrú við fasisma og Kóraninum við Mein Kampf bókina sem Hitler skirfaði á millistríðsárunum á síðustu öld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×