ESB stuðlar að friði Anna Pála Sverrisdóttir skrifar 10. nóvember 2010 06:00 Nei, það verður enginn Evrópuher með herskyldu fyrir börnin okkar. Þegar og ef Íslendingar ákveða að ganga alla leið inn í Evrópusambandið verður herskylda ekki áhyggjuefni. Auðvitað er mjög þægilegt fyrir andstæðinga Evrópusamvinnunnar að halda fram herskyldurökum. Íslendinga skiptir almennt miklu að Ísland sé herlaust ríki. Vopnleysið er hluti af sjálfsmynd okkar svo við erum viðkvæm fyrir hugmyndum um breytingu þar á. Á opnum umræðufundi í október, þar sem fjallað var um ESB og friðar-/hernaðarmál, var frábært að þurfa ekki að eyða púðri í að rökræða herskyldubullið. Evrópuvakt Samfylkingarinnar stóð fyrir fundinum en til hans mætti fjöldi fólks úr mismunandi áttum. Ég hefði búist við að eyða mestum hluta umræðutímans í að ræða til dæmis hvernig leiðtogaráð ESB útskýrði á síðasta ári að Lissabon-sáttmálinn (uppfærsla á stofnsáttmálum ESB) mælir ekki fyrir um stofnun Evrópuhers. Þetta var gert í lagalega bindandi yfirlýsingu frá 19. júní 2009. Í henni kemur fram á svona sjö mismunandi vegu hvernig það getur ekki orðið, en meðal annars með þessum orðum: „[S]ameiginleg öryggis- og varnarstefna ESB ... hefur ekki áhrif á öryggis- og varnarstefnu hvers aðildarríkis ... eða skyldur neins aðildarríkis." Skýrara getur það varla orðið. Öll aðildarríki ESB hafa að auki neitunarvald þegar kemur að utanríkismálum. Mörg standa utan NATO. Ég er þeirrar einlægu skoðunar að samvinna Evrópuríkja undir merkjum Evrópusambandsins, stuðli að friði. Sambandið var beinlínis stofnað í þeim tilgangi að stilla til friðar í stríðshrjáðri álfu og sú tilraun hefur heppnast. Þetta þýðir augljóslega minni hernaðarvæðingu og færri hermenn innan ESB, svo sem á landamærum ríkja. Sameiginlega utanríkisstefnan byggir á lýðræði og mannréttindum. Sambandið tekur þannig þátt í friðargæsluverkefnum um heiminn, aðallega borgaralegum og auðvitað samkvæmt forskrift SÞ. Á fyrrgreindum fundi um ESB og friðarmál náðum við að ræða örlítið þau málefni sem þarfnast alvöru umræðu. Til dæmis um eðli friðargæsluaðgerða sambandsins. Höldum því áfram. Ég vil að Ísland taki beinan þátt í umræðu um hvernig ESB beitir sér í þágu friðar utan landamæra aðildarríkjanna. Ekki síður finnst mér verkefnið Friður í Evrópu vera verkefni sem við Íslendingar berum ábyrgð á eins og aðrir Evrópubúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Nei, það verður enginn Evrópuher með herskyldu fyrir börnin okkar. Þegar og ef Íslendingar ákveða að ganga alla leið inn í Evrópusambandið verður herskylda ekki áhyggjuefni. Auðvitað er mjög þægilegt fyrir andstæðinga Evrópusamvinnunnar að halda fram herskyldurökum. Íslendinga skiptir almennt miklu að Ísland sé herlaust ríki. Vopnleysið er hluti af sjálfsmynd okkar svo við erum viðkvæm fyrir hugmyndum um breytingu þar á. Á opnum umræðufundi í október, þar sem fjallað var um ESB og friðar-/hernaðarmál, var frábært að þurfa ekki að eyða púðri í að rökræða herskyldubullið. Evrópuvakt Samfylkingarinnar stóð fyrir fundinum en til hans mætti fjöldi fólks úr mismunandi áttum. Ég hefði búist við að eyða mestum hluta umræðutímans í að ræða til dæmis hvernig leiðtogaráð ESB útskýrði á síðasta ári að Lissabon-sáttmálinn (uppfærsla á stofnsáttmálum ESB) mælir ekki fyrir um stofnun Evrópuhers. Þetta var gert í lagalega bindandi yfirlýsingu frá 19. júní 2009. Í henni kemur fram á svona sjö mismunandi vegu hvernig það getur ekki orðið, en meðal annars með þessum orðum: „[S]ameiginleg öryggis- og varnarstefna ESB ... hefur ekki áhrif á öryggis- og varnarstefnu hvers aðildarríkis ... eða skyldur neins aðildarríkis." Skýrara getur það varla orðið. Öll aðildarríki ESB hafa að auki neitunarvald þegar kemur að utanríkismálum. Mörg standa utan NATO. Ég er þeirrar einlægu skoðunar að samvinna Evrópuríkja undir merkjum Evrópusambandsins, stuðli að friði. Sambandið var beinlínis stofnað í þeim tilgangi að stilla til friðar í stríðshrjáðri álfu og sú tilraun hefur heppnast. Þetta þýðir augljóslega minni hernaðarvæðingu og færri hermenn innan ESB, svo sem á landamærum ríkja. Sameiginlega utanríkisstefnan byggir á lýðræði og mannréttindum. Sambandið tekur þannig þátt í friðargæsluverkefnum um heiminn, aðallega borgaralegum og auðvitað samkvæmt forskrift SÞ. Á fyrrgreindum fundi um ESB og friðarmál náðum við að ræða örlítið þau málefni sem þarfnast alvöru umræðu. Til dæmis um eðli friðargæsluaðgerða sambandsins. Höldum því áfram. Ég vil að Ísland taki beinan þátt í umræðu um hvernig ESB beitir sér í þágu friðar utan landamæra aðildarríkjanna. Ekki síður finnst mér verkefnið Friður í Evrópu vera verkefni sem við Íslendingar berum ábyrgð á eins og aðrir Evrópubúar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun