Erlent

Bann við skammbyssueign stjórnarskrárbrot

Leikkonan Megan Fox sést hér mund skammbyssu.
Leikkonan Megan Fox sést hér mund skammbyssu.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við skammbyssueign, sem hefur verið í gildi í Chicago, brjóti gegn stjórnarskrá landsins. Dómurinn gæti breytt lögum um byssueign í mörgum ríkjum Bandaríkjanna.

Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til málsins, fimm dómarar voru með og fjórir á móti. Bannið hefur verið í gildi í Chicago og úthverfinu Oak Park í Illinois í 28 ár. Reglurnar um byssueign þar eru þær ströngustu í Bandaríkjunum. - þeb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×