Innlent

„Fyrsta skrefið er að segja það beint út; Alþingi Íslands er í ruglinu“

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.

„Eins og sumir gætu orðað það, við þurfum að fara í meðferð," sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi, og bætti við að það væri í anda þeirra sem sækja sér meðferð að tala tæpitungulaust.

„Fyrsta skrefið er að segja það beint út; Alþingi Íslands er í ruglinu," sagði Sigríður sem vitnaði síðan eins og svo margir ræðumenn í eldhúsdagsumræðunum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og sagði nauðsynlegt að læra af henni.

Hún áréttaði að stjórnsýslan yrði að draga lærdóm af skýrslunni og og það þyrfti að stokka upp. Hún sagðist sjálf hafa tekið sæti á þingi í síðustu kosningum og að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með vinnubrögðin, líkt og öll þjóðin. Hún sagði hér tíðkast pólitískur hráskinnaleikur og að fátt jafnaðist á við þá sturlun sem viðgengist inni á þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×