Innlent

Rændu manni og börðu hann

Ofbeldismennirnir óku með manninn áleiðis upp í Heiðmörk.
Ofbeldismennirnir óku með manninn áleiðis upp í Heiðmörk.

Ríkissaksóknari hefur ákært fjóra menn um þrítugt fyrir húsbrot, frelsissviptingu og sérstaklega hættulega líkamsárás.

Þremur mannanna er gefið að sök að hafa að undirlagi þess fjórða ruðst að næturlagi í júlí 2007 í heimildarleysi inn á heimili manns í Hafnarfirði, dregið hann þaðan út og þvingað hann með ofbeldi inn í Range Rover bifreið sem fjórði maðurinn ók.

Þeir héldu manninum nauðugum í bifreiðinni og beittu hann ofbeldi, kýldu hann meðal annars og slógu í andlit og líkama, á meðan ekið var áleiðis í Heiðmörk. Þegar þangað var komið drógu ofbeldismennirnir manninn út úr bifreiðinni og veittust enn að honum með ofbeldi. Þeir héldu barsmíðunum áfram og slógu hann í andlit og líkama. Að því búnu skildu þeir hann eftir illa leikinn.

Maðurinn hlaut brot á nefbeinum, brot á augntóft, rifbeinsbrot, yfirborðsáverka á höfði, mar og hrufl á ökklum, baki og upphandleggjum.

Maðurinn gerir kröfu um skaðabætur að upphæð ríflega 1,7 milljónir króna.- jss

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×