Pétur Jóhann leikur Sigga Hlemm í gamanþættinum Hlemmavideó 14. júní 2010 12:30 Hið öfluga handritsteymi situr að störfum þessa dagana. Fréttablaðið/GVA „Þetta fjallar um mann sem fær myndbandaleigu við Hlemm í arf og honum er ekkert sérstaklega vel við hana. En það er ekki það sem skiptir máli heldur það sem gerist eftir lokun. Og það á eftir að fá fólk til sperra bæði augu og eyru," segir Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og útvarpsmaður. Ný sjónvarpsþáttaröð er smám saman að taka á sig mynd í Saga Film-húsnæðinu við Laugaveg 176. Þar sitja sveitt við skriftir í góða veðrinu þau Ari Eldjárn, Hugleikur Dagsson, Pétur Jóhann Sigfússon og María Reyndal undir styrkri og stundum harðri stjórn Sigurjóns. Sigurjón segir gleymdu Reykjavík, hverfinu umhverfis Hlemm og Rauðarárstíg, vera gefið líf í þessum þáttum. Þau hafi meðal annars byrjað vinnuna á því að fara í nokkra bíltúra um þetta svæði og virt fyrir sér mannlífið í rannsóknarskyni. María Reyndal er eina konan í hópnum en þegar hinni sígildu spurningu um hvernig það sé að vera eina stelpan í svona strákstóði er kastað fram tekur Sigurjón völdin aftur í sínar hendur. „Sko, það er ekki til neitt sem heitir fyndin kona og fyndinn karl. Annaðhvort ertu bara fyndin og þá skiptir engu hvort þú ert karlmaður eða kvenmaður," segir Sigurjón og hinir í hópnum þora ekki annað en að taka undir með „bossinum". Þáttaröðinni hefur verið gefið heitið Hlemmavideó en hópurinn vildi ekki gefa upp hvenær farið yrði í tökur. Sigurjón segir þau ætla að vanda sig við handritið en það sé ekkert launungamál heldur að þættirnir eigi að fara á dagskrá í vetur á Stöð 2. Þannig að tökur verða á þessu ári. Pétur Jóhann mun leika aðalhlutverkið í þáttaröðinni, Sigurð Hermannsson eða Sigga Hlemm. „Ef Hugleikur leyfir mér það," grínast Pétur með og Hugleikur mælir hann í kjölfarið út og kemst að þeirri rökréttu niðurstöðu að hann sé fullkominn í hlutverk manns sem leigir út vídeóspólur við Hlemm. Sigurjón hrifsar til sín orðið á nýjan leik og kemur því skýrt og greinilega á framfæri að þetta sé ekki þáttaröð um mann á myndbandaleigu. „Nei, alls ekki, eins og ég sagði áðan, þá eru það hlutirnir sem gerast að kvöldlagi sem eiga eftir að koma áhorfendum í opna skjöldu." Undir þau orð tekur Hugleikur; hann hafi aldrei séð neitt þessu líkt í íslensku sjónvarpi. „En ég slekk nú yfirleitt líka á sjónvarpinu þegar eitthvað íslenskt kemur. En ég mun ekki gera það núna." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Þetta fjallar um mann sem fær myndbandaleigu við Hlemm í arf og honum er ekkert sérstaklega vel við hana. En það er ekki það sem skiptir máli heldur það sem gerist eftir lokun. Og það á eftir að fá fólk til sperra bæði augu og eyru," segir Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og útvarpsmaður. Ný sjónvarpsþáttaröð er smám saman að taka á sig mynd í Saga Film-húsnæðinu við Laugaveg 176. Þar sitja sveitt við skriftir í góða veðrinu þau Ari Eldjárn, Hugleikur Dagsson, Pétur Jóhann Sigfússon og María Reyndal undir styrkri og stundum harðri stjórn Sigurjóns. Sigurjón segir gleymdu Reykjavík, hverfinu umhverfis Hlemm og Rauðarárstíg, vera gefið líf í þessum þáttum. Þau hafi meðal annars byrjað vinnuna á því að fara í nokkra bíltúra um þetta svæði og virt fyrir sér mannlífið í rannsóknarskyni. María Reyndal er eina konan í hópnum en þegar hinni sígildu spurningu um hvernig það sé að vera eina stelpan í svona strákstóði er kastað fram tekur Sigurjón völdin aftur í sínar hendur. „Sko, það er ekki til neitt sem heitir fyndin kona og fyndinn karl. Annaðhvort ertu bara fyndin og þá skiptir engu hvort þú ert karlmaður eða kvenmaður," segir Sigurjón og hinir í hópnum þora ekki annað en að taka undir með „bossinum". Þáttaröðinni hefur verið gefið heitið Hlemmavideó en hópurinn vildi ekki gefa upp hvenær farið yrði í tökur. Sigurjón segir þau ætla að vanda sig við handritið en það sé ekkert launungamál heldur að þættirnir eigi að fara á dagskrá í vetur á Stöð 2. Þannig að tökur verða á þessu ári. Pétur Jóhann mun leika aðalhlutverkið í þáttaröðinni, Sigurð Hermannsson eða Sigga Hlemm. „Ef Hugleikur leyfir mér það," grínast Pétur með og Hugleikur mælir hann í kjölfarið út og kemst að þeirri rökréttu niðurstöðu að hann sé fullkominn í hlutverk manns sem leigir út vídeóspólur við Hlemm. Sigurjón hrifsar til sín orðið á nýjan leik og kemur því skýrt og greinilega á framfæri að þetta sé ekki þáttaröð um mann á myndbandaleigu. „Nei, alls ekki, eins og ég sagði áðan, þá eru það hlutirnir sem gerast að kvöldlagi sem eiga eftir að koma áhorfendum í opna skjöldu." Undir þau orð tekur Hugleikur; hann hafi aldrei séð neitt þessu líkt í íslensku sjónvarpi. „En ég slekk nú yfirleitt líka á sjónvarpinu þegar eitthvað íslenskt kemur. En ég mun ekki gera það núna." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira