Vistunarmat aldraðra 28. janúar 2010 06:00 Jón Snædal skrifar um heilbrigðismál Fyrirkomulag á vistunarmati fyrir aldraða hefur verið gagnrýnt að undanförnu og ýmis dæmi nefnd um óréttmæta afgreiðslu þar sem umsóknum hefur verið hafnað. Sérstaklega hefur verið talað um að þetta geti komið illa við einstaklinga með heilabilun þar sem aðstandendur veita mikla þjónustu. Þar sem ég hef starfað lengi við öldrunarlækningar með vandamál heilabilaðra einstaklinga sem aðal viðfangsefni hef ég ágætan samanburð við það kerfi sem áður var við lýði. Núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 2007 og fyrsta heila árið með nýjum vistunarmatsreglum var 2008. Þegar tölur eru skoðaðar fer ekki milli mála að mikið hefur áunnist. Í ársbyrjun 2008 voru um 340 manns í bið eftir hjúkrunarheimili þar af um 140 á Landspítalanum. Núna eru þeir um 70 þar af um 30 á Landspítalanum. Af þessum 30 eru 18 á sérstakri hjúkrunardeild innan spítalans. Þessi breyting hefur því skipt sköpum um þjónustu spítalans við aldraða einstaklinga og á stóran þátt í því að hægt hefur verið að mæta niðurskurði í rekstri án verulegrar skerðingar á þjónustu þó það hafi í sjálfu sér ekki verið tilgangurinn. Þetta þýðir einnig að þeir sem fá samþykkt vistunarmat þurfa að bíða mun skemur en áður og kerfið allt er skilvirkara. Nú eru einstaklingar ekki á biðlista „til öryggis“ eins og áður var lenzka. Enginn fer á biðlista fyrr en hann er í fullri þörf fyrir að fara á hjúkrunarheimili. Forgangsröðun er mun skilvirkari og það eru þeir sem metnir eru í mestri þörf sem fá vistun. Hjúkrunarheimili er dýrasta stig þeirrar þjónustu sem samfélagið veitir og því mikilvægt að vel sé með það farið og aðrir kostir reyndir til þrautar. Þegar mál einstaklinga eru skoðuð fer hins vegar tvennum sögum af þessu nýja kerfi. Eins og áður segir bíða þeir sem fá vistunarmat mun skemur en áður hefði þurft og þeir hafa því mikinn hag af þessum breytingum. Gagnrýnin snýr hins vegar að þeim sem hafnað er. Þessi gagnrýni er stundum réttmæt og flest okkar hafa séð dæmi um slíkt og látið skoðun okkar í ljós. Í sumum tilvikum er ástæðan sú að upplýsingar sem veittar eru benda ekki nægilega vel á þörfina. Í öðrum tilvikum tel ég vistunarmatsnefndina túlka full þröngt eigin reglur um að öll önnur úrræði þurfi að vera reynd. Stundum eru eðlilegar ástæður fyrir því að úrræðin hafa ekki verið notuð t.d. að ljóst sé að þau muni ekki duga. Þetta á ekki síst við um heilabilaða einstaklinga og þess hafa sést nokkur dæmi. Því er þörf á endurskoðun. Gera má breytingar án þess að kerfinu verði umbylt. Það væri mikið ólán ef ákveðið yrði að snúa aftur til þess sem var, að allir sem beiðni er gerð fyrir færu á biðlista. Fara þarf yfir þau tilvik sem hafa verið gagnrýnd og læra af þeim. Einnig þarf að vera hægt að áfrýja málum sem er hafnað. Brýnt er að ráðuneyti félagsmála komi sér upp hópi fagfólks sem tekur áfrýjanir til umfjöllunar. Sá hópur þarf að vera jafn skjótur og skilvirkur og vistunarmatsnefndin. Annar stjórnarflokkanna hefur lýst því yfir að nauðsynlegt sé að byggja 400 ný hjúkrunarheimili á kjörtímabilinu. Ef núverandi kerfi fær að halda sér með vissum breytingum þarf hugsanlega ekki að byggja þau öll en ef horfið er til fyrra fyrirkomulags er líklegt að þessi fjöldi dugi alls ekki til. Þar sem rekstur hvers rýmis á hjúkrunarheimili kostar 7-10 milljónir á ári er ljóst að það er mikið hagsmunamál fyrir samfélagið allt að vel takist til. Höfundur er yfirlæknir á lyflæknissviði Landspítalans á Landakoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Jón Snædal skrifar um heilbrigðismál Fyrirkomulag á vistunarmati fyrir aldraða hefur verið gagnrýnt að undanförnu og ýmis dæmi nefnd um óréttmæta afgreiðslu þar sem umsóknum hefur verið hafnað. Sérstaklega hefur verið talað um að þetta geti komið illa við einstaklinga með heilabilun þar sem aðstandendur veita mikla þjónustu. Þar sem ég hef starfað lengi við öldrunarlækningar með vandamál heilabilaðra einstaklinga sem aðal viðfangsefni hef ég ágætan samanburð við það kerfi sem áður var við lýði. Núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 2007 og fyrsta heila árið með nýjum vistunarmatsreglum var 2008. Þegar tölur eru skoðaðar fer ekki milli mála að mikið hefur áunnist. Í ársbyrjun 2008 voru um 340 manns í bið eftir hjúkrunarheimili þar af um 140 á Landspítalanum. Núna eru þeir um 70 þar af um 30 á Landspítalanum. Af þessum 30 eru 18 á sérstakri hjúkrunardeild innan spítalans. Þessi breyting hefur því skipt sköpum um þjónustu spítalans við aldraða einstaklinga og á stóran þátt í því að hægt hefur verið að mæta niðurskurði í rekstri án verulegrar skerðingar á þjónustu þó það hafi í sjálfu sér ekki verið tilgangurinn. Þetta þýðir einnig að þeir sem fá samþykkt vistunarmat þurfa að bíða mun skemur en áður og kerfið allt er skilvirkara. Nú eru einstaklingar ekki á biðlista „til öryggis“ eins og áður var lenzka. Enginn fer á biðlista fyrr en hann er í fullri þörf fyrir að fara á hjúkrunarheimili. Forgangsröðun er mun skilvirkari og það eru þeir sem metnir eru í mestri þörf sem fá vistun. Hjúkrunarheimili er dýrasta stig þeirrar þjónustu sem samfélagið veitir og því mikilvægt að vel sé með það farið og aðrir kostir reyndir til þrautar. Þegar mál einstaklinga eru skoðuð fer hins vegar tvennum sögum af þessu nýja kerfi. Eins og áður segir bíða þeir sem fá vistunarmat mun skemur en áður hefði þurft og þeir hafa því mikinn hag af þessum breytingum. Gagnrýnin snýr hins vegar að þeim sem hafnað er. Þessi gagnrýni er stundum réttmæt og flest okkar hafa séð dæmi um slíkt og látið skoðun okkar í ljós. Í sumum tilvikum er ástæðan sú að upplýsingar sem veittar eru benda ekki nægilega vel á þörfina. Í öðrum tilvikum tel ég vistunarmatsnefndina túlka full þröngt eigin reglur um að öll önnur úrræði þurfi að vera reynd. Stundum eru eðlilegar ástæður fyrir því að úrræðin hafa ekki verið notuð t.d. að ljóst sé að þau muni ekki duga. Þetta á ekki síst við um heilabilaða einstaklinga og þess hafa sést nokkur dæmi. Því er þörf á endurskoðun. Gera má breytingar án þess að kerfinu verði umbylt. Það væri mikið ólán ef ákveðið yrði að snúa aftur til þess sem var, að allir sem beiðni er gerð fyrir færu á biðlista. Fara þarf yfir þau tilvik sem hafa verið gagnrýnd og læra af þeim. Einnig þarf að vera hægt að áfrýja málum sem er hafnað. Brýnt er að ráðuneyti félagsmála komi sér upp hópi fagfólks sem tekur áfrýjanir til umfjöllunar. Sá hópur þarf að vera jafn skjótur og skilvirkur og vistunarmatsnefndin. Annar stjórnarflokkanna hefur lýst því yfir að nauðsynlegt sé að byggja 400 ný hjúkrunarheimili á kjörtímabilinu. Ef núverandi kerfi fær að halda sér með vissum breytingum þarf hugsanlega ekki að byggja þau öll en ef horfið er til fyrra fyrirkomulags er líklegt að þessi fjöldi dugi alls ekki til. Þar sem rekstur hvers rýmis á hjúkrunarheimili kostar 7-10 milljónir á ári er ljóst að það er mikið hagsmunamál fyrir samfélagið allt að vel takist til. Höfundur er yfirlæknir á lyflæknissviði Landspítalans á Landakoti.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar