Virkjum ódýrt – lokum Straumsvík 1. febrúar 2010 06:00 Gísli Hjálmtýsson skrifar um orkumál Mikið er rætt um nauðsyn þess að fara í stóriðjuframkvæmdir sem undirstöðu til endurreisnar íslensks efnahagslífs. Þrýst er á að hnekkja lýðræðislegri ákvörðun Hafnfirðinga um að hefta frekari útbreiðslu álversins í Straumsvík. Á sama tíma er talað um að fjárfesta stórfé í Helguvík, virkjunum, háspennulínum og öðrum nauðsynjum fyrir orkufrekan iðnað. Erfitt er að sjá hvernig á að fjármagna allar þessar framkvæmdir. Með skuldabréf ríkisins metin sem rusl verður nær ógerlegt fyrir sveitarfélög og fyrirtæki - og þar með talin orkufyrirtækin - að fjármagna sig á erlendum mörkuðum á viðskiptaforsendum. Eftir að hafa pissað yfir helstu vinaþjóðir okkar verður fjármögnun á pólitískum forsendum torsótt. Jafnvel ef lánsfé væri að fá, er staða þjóðarbúsins þannig að mjög vafasamt er að stofna til nýrra stórskulda. Hugmyndir þess efnis benda til að forystumenn þjóðarinnar átti sig ekki á þeim skuldavanda (eða endurfjármögnunarvanda) sem er fram undan og einkennist umræðan af sama óraunsæi og einkenndi orðafar og athafnir útrásarvíkinga jafnt sem stjórnmálamanna síðustu ár. En hvað annað kemur til greina? Virkjanir fyrir álver í Helguvík kosta í kringum 300 milljarða króna. Þetta fjármagn yrði að taka að láni erlendis með ábyrgð þjóðarinnar. Allt umstangið veldur þensluáhrifum á framkvæmdatímanum, þ.e. í 3-5 ár, þar með talið verða til allmörg ný störf á framkvæmdatímanum og síðan um 400 störf til framtíðar. Vaxtakostnaður af þessum framkvæmdum er varlega áætlaður um 16,5 milljarðar á ári í 25-40 ár. Í stað þess að reisa nýtt álver ættum við að loka álverinu í Straumsvík og breyta því í miðstöð nýsköpunar fyrir orkutengda starfsemi. Til að nýta hafnaraðstöðuna mætti nýta einn kerskálann fyrir sérhæfðan þunga- eða efnaiðnað. Í annan kerskálann mætti setja netþjónabú. Hvort tveggja er starfsemi sem getur greitt 6-7 sent á kwh í stað þeirra tveggja senta sem Alcan greiðir. Í þriðja skálann mætti síðan setja upp nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað. Sérhæfður þunga- eða efnaiðnaður sem myndi nýta um 120 MW og greiða 6-7 sent á kwh myndi tryggja óbreyttar tekjur af orkusölu miðað við tekjurnar af núverandi starfsemi. Höfnin, ferskvatn og stoðmannvirki myndu nýtast án mikils kostnaðar. Verkefnistengdur kostnaður yrði greiddur og fjármagnaður af erlendum eigendum verkefnisins. Gámavætt netþjónabú þarf stöðugar undirstöður, kælivatn og spennistöð fyrir lágspennu. Allt þetta er til staðar í Straumsvík. Umbreyting eins kerskálans fyrir slíkt netþjónabú krefst umtalsverðrar vinnu iðnaðarmanna sem myndi að mestu vera fjármögnuð af leigjendum, sem jafnframt ættu og fjármögnuðu gámana og tækjabúnað þeirra. Slíkt netþjónabú gæti keypt allt að 120 MW á verði sem gæti verið stighækkandi t.d. frá fjórum sentum í sjö sent á þremur árum. Nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað er löngu tímabær á Íslandi, og jákvæð endurnýting á aðstöðunni í Straumsvík. Gera má ráð fyrir að hin nýja Straumsvík myndi ráða sem flesta núverandi starfsmanna til hinnar nýju starfsemi. Jafnvel þótt ríkið ábyrgðist óbreytt laun fyrir alla þá sem misstu vinnuna væri sá kostnaður væntanlega vel innan við tveir milljarðar á ári. Önnur störf og afleidd störf yrðu fleiri en vegna álversins. Kostir þessa umfram nýtt álver í Helguvík með öllu tilheyrandi eru umtalsverðir og jákvæð áhrif á hagvöxt veruleg og varanlegri. Svæðið er tilbúið og því engin þörf fyrir skuldsetningu landsins vegna stoðvirkja; engin fjárfesting í virkjun, engin fjárfesting í háspennulínum, engin fjárfesting í höfn eða öðrum stoðvirkjum. Fjármögnun umbreytingar svæðisins kæmi frá erlendum leigjendum/eigendum tveggja verkefnanna og myndi fela í sér umtalsverðar framkvæmdir og vinnu, sem að langmestum hluta yrði unnin af Íslendingum. Breytingu þriðja kerskálans í nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað mætti auðveldlega fjármagna með innlendu fjármagni. Orkusölutekjur af hinni nýju Straumsvík yrðu tvöfalt meiri heldur en af núverandi starfsemi. Tekjuaukningin kæmi án viðbótarskuldsetningar þjóðarinnar og vaxtagreiðslna. Ofan á það bættist svo ávinningur af Nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað. Að auki yrði nýja starfsemin umtalsvert umhverfisvænni en starfsemi álversins. Ef gert er ráð fyrir tveimur milljörðum ár ári sem framlagi til reksturs nýsköpunarmiðstöðvarinnar, yrði heildarkostnaður þjóðarinnar vegna sólarlags álversins og reksturs nýsköpunarmiðstöðvarinnar innan við fjórðungur vaxtakostnaður virkjana fyrir álver í Helguvík. Við Íslendingar erum yfirskuldsett þjóð og horfum fram á gríðarlegan fjármögnunarvanda næstu árin. Við megum ekki skuldsetja okkur enn frekar. Ég skora á Hafnfirðinga, stjórnvöld og nýjan forstjóra Landsvirkjunar að hafna frekari virkjunum í bráð, hafna frekari lántökum þjóðarinnar í þágu stóriðju og hafna stækkun álversins í Straumsvík. Þess í stað skora ég á hlutaðeigandi að loka álverinu í Straumsvík, og endurnýta svæðið fyrir orkutengda nýsköpun, og selja orkuna á þreföldu því verði sem nú er gert. Höfundur er stjórnarformaður Thule Investments. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gísli Hjálmtýsson skrifar um orkumál Mikið er rætt um nauðsyn þess að fara í stóriðjuframkvæmdir sem undirstöðu til endurreisnar íslensks efnahagslífs. Þrýst er á að hnekkja lýðræðislegri ákvörðun Hafnfirðinga um að hefta frekari útbreiðslu álversins í Straumsvík. Á sama tíma er talað um að fjárfesta stórfé í Helguvík, virkjunum, háspennulínum og öðrum nauðsynjum fyrir orkufrekan iðnað. Erfitt er að sjá hvernig á að fjármagna allar þessar framkvæmdir. Með skuldabréf ríkisins metin sem rusl verður nær ógerlegt fyrir sveitarfélög og fyrirtæki - og þar með talin orkufyrirtækin - að fjármagna sig á erlendum mörkuðum á viðskiptaforsendum. Eftir að hafa pissað yfir helstu vinaþjóðir okkar verður fjármögnun á pólitískum forsendum torsótt. Jafnvel ef lánsfé væri að fá, er staða þjóðarbúsins þannig að mjög vafasamt er að stofna til nýrra stórskulda. Hugmyndir þess efnis benda til að forystumenn þjóðarinnar átti sig ekki á þeim skuldavanda (eða endurfjármögnunarvanda) sem er fram undan og einkennist umræðan af sama óraunsæi og einkenndi orðafar og athafnir útrásarvíkinga jafnt sem stjórnmálamanna síðustu ár. En hvað annað kemur til greina? Virkjanir fyrir álver í Helguvík kosta í kringum 300 milljarða króna. Þetta fjármagn yrði að taka að láni erlendis með ábyrgð þjóðarinnar. Allt umstangið veldur þensluáhrifum á framkvæmdatímanum, þ.e. í 3-5 ár, þar með talið verða til allmörg ný störf á framkvæmdatímanum og síðan um 400 störf til framtíðar. Vaxtakostnaður af þessum framkvæmdum er varlega áætlaður um 16,5 milljarðar á ári í 25-40 ár. Í stað þess að reisa nýtt álver ættum við að loka álverinu í Straumsvík og breyta því í miðstöð nýsköpunar fyrir orkutengda starfsemi. Til að nýta hafnaraðstöðuna mætti nýta einn kerskálann fyrir sérhæfðan þunga- eða efnaiðnað. Í annan kerskálann mætti setja netþjónabú. Hvort tveggja er starfsemi sem getur greitt 6-7 sent á kwh í stað þeirra tveggja senta sem Alcan greiðir. Í þriðja skálann mætti síðan setja upp nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað. Sérhæfður þunga- eða efnaiðnaður sem myndi nýta um 120 MW og greiða 6-7 sent á kwh myndi tryggja óbreyttar tekjur af orkusölu miðað við tekjurnar af núverandi starfsemi. Höfnin, ferskvatn og stoðmannvirki myndu nýtast án mikils kostnaðar. Verkefnistengdur kostnaður yrði greiddur og fjármagnaður af erlendum eigendum verkefnisins. Gámavætt netþjónabú þarf stöðugar undirstöður, kælivatn og spennistöð fyrir lágspennu. Allt þetta er til staðar í Straumsvík. Umbreyting eins kerskálans fyrir slíkt netþjónabú krefst umtalsverðrar vinnu iðnaðarmanna sem myndi að mestu vera fjármögnuð af leigjendum, sem jafnframt ættu og fjármögnuðu gámana og tækjabúnað þeirra. Slíkt netþjónabú gæti keypt allt að 120 MW á verði sem gæti verið stighækkandi t.d. frá fjórum sentum í sjö sent á þremur árum. Nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað er löngu tímabær á Íslandi, og jákvæð endurnýting á aðstöðunni í Straumsvík. Gera má ráð fyrir að hin nýja Straumsvík myndi ráða sem flesta núverandi starfsmanna til hinnar nýju starfsemi. Jafnvel þótt ríkið ábyrgðist óbreytt laun fyrir alla þá sem misstu vinnuna væri sá kostnaður væntanlega vel innan við tveir milljarðar á ári. Önnur störf og afleidd störf yrðu fleiri en vegna álversins. Kostir þessa umfram nýtt álver í Helguvík með öllu tilheyrandi eru umtalsverðir og jákvæð áhrif á hagvöxt veruleg og varanlegri. Svæðið er tilbúið og því engin þörf fyrir skuldsetningu landsins vegna stoðvirkja; engin fjárfesting í virkjun, engin fjárfesting í háspennulínum, engin fjárfesting í höfn eða öðrum stoðvirkjum. Fjármögnun umbreytingar svæðisins kæmi frá erlendum leigjendum/eigendum tveggja verkefnanna og myndi fela í sér umtalsverðar framkvæmdir og vinnu, sem að langmestum hluta yrði unnin af Íslendingum. Breytingu þriðja kerskálans í nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað mætti auðveldlega fjármagna með innlendu fjármagni. Orkusölutekjur af hinni nýju Straumsvík yrðu tvöfalt meiri heldur en af núverandi starfsemi. Tekjuaukningin kæmi án viðbótarskuldsetningar þjóðarinnar og vaxtagreiðslna. Ofan á það bættist svo ávinningur af Nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað. Að auki yrði nýja starfsemin umtalsvert umhverfisvænni en starfsemi álversins. Ef gert er ráð fyrir tveimur milljörðum ár ári sem framlagi til reksturs nýsköpunarmiðstöðvarinnar, yrði heildarkostnaður þjóðarinnar vegna sólarlags álversins og reksturs nýsköpunarmiðstöðvarinnar innan við fjórðungur vaxtakostnaður virkjana fyrir álver í Helguvík. Við Íslendingar erum yfirskuldsett þjóð og horfum fram á gríðarlegan fjármögnunarvanda næstu árin. Við megum ekki skuldsetja okkur enn frekar. Ég skora á Hafnfirðinga, stjórnvöld og nýjan forstjóra Landsvirkjunar að hafna frekari virkjunum í bráð, hafna frekari lántökum þjóðarinnar í þágu stóriðju og hafna stækkun álversins í Straumsvík. Þess í stað skora ég á hlutaðeigandi að loka álverinu í Straumsvík, og endurnýta svæðið fyrir orkutengda nýsköpun, og selja orkuna á þreföldu því verði sem nú er gert. Höfundur er stjórnarformaður Thule Investments.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar