Erlent

Jarðskjálfti skók byggingar í Tókýó

Björgunarsveitarmenn gera sig klára í Japan.
Björgunarsveitarmenn gera sig klára í Japan. MYND/AFP

Öflugur jarðskjálfti skók Japan í morgun og hristust byggingar í höfuðborginni Tókýó. Skjálftinn átti upptök sín um 80 kílómetra undan austurströnd landsins og mældist hann 6,6 stig.

Engar fregnir hafa borist af tjóni eða mannfalli en skjálftinn varð á um 40 kílómetra dýpi. Japanir hafa yfir að búa þróuðum aðvörunarkerfum og sendi japanska ríkisútvarpið út viðvörun til fólks um að leita skjóls.

Jarðskjálftar eru mjög algengir í Japan og árið 1995 varð jarðskjálfti 6.400 manns að bana í borginni Kobe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×