Umfjöllun: Frábær endurkoma hjá strákunum okkar Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöllinni skrifar 16. apríl 2010 21:22 Ólafur Stefánsson var frábær með 10 mörk og 5 stoðsendingar í kvöld. Mynd/Daníel Ísland gerði 28-28 jafntefli við heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í vináttulandsleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í kvöld. Ísland lenti mest átta mörkum undir en átti frábæran seinni hálfleik undir forystu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar. Leikurinn var kaflaskiptur í meira lagi. Frakkarnir byrjuðu miklu betur og virtust ætla að slátra íslenska liðinu er þeir náðu átta marka forskoti, 7-15. Það forskot máttu þeir þakka ömurlegum varnarleik íslenska liðsins sem tók á móti Frökkunum eins og litlum kettlingum. Báru allt of mikla virðingu fyrir þeim og virtust vera smeykir við að lemja á þeim. Nikola Karabatic var eins og kóngur í ríki sínu, skoraði úr öllum fjórum skotum sínum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hann kom því að 11 af 17 mörkum Frakka í hálfleiknum en staðan í leikhléi var 12-17. Íslenska liðið missti ekki móðinn eins og svo oft gegn Frökkum heldur kom af krafti inn í síðari hálfleikinn. Vignir Svavarsson kom með grimmd inn í vörnina og í sókninni fór Ólafur Stefánsson hamförum. Vissulega vann það með Íslendingum að Karaboue fékk að koma í markið hjá Frökkum og varði ekki skot fyrr en eftir 16 mínútur en Omeyer reyndist íslenska liðinu afar óþægur ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Það breytir því ekki að íslenska liðið var að leika af krafti og uppskar eins og það sáði. Aron Rafn Eðvarðsson var að leika sinn fyrsta landsleik og varði eins og berserkur. Er hann kólnaði kom Björgvin aftur inn og varði stórkostlega allt til loka leiksins.Með gríðarlegri baráttu og vilja náði íslenska liðið að komast yfir í leiknum. Lokakaflinn var síðan æsilegur þar sem bæði lið gerðu sig seka um mistök. Frakkarnir fengu tækifæri til þess að klára leikinn en Björgvin varði tvö víti á ögurstundu. Því miður náði Ísland ekki að taka frákast og fá lokasókn. Að lokum sættust liðin á jafntefli í þrusuleik þar sem tveir bestu handknattleiksmenn heims, Ólafur og Karabatic, léku listir sínar fyrir áhorfendur í Höllinni. Liðin mætast á nýjan leik á morgun og verður áhugavert að sjá hvort íslenska liðið geti fylgt jafnteflinu eftir með sigurleik þá. Ísland-Frakkland 28-28 (12-17) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/3 (14/3), Arnór Atlason 4 (7), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (9), Þórir Ólafsson 3 (3), Logi Geirsson 2 (2), Aron Pálmarsson 1 (8). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2 (34/2) 44%, Aron Rafn Eðvarðsson 5/1 (14/2) 36%. Hraðaupphlaup: 7 (Alexander 3, Arnór 2, Ólafur, Þórir). Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Sturla, Ólafur) Utan vallar: 6 mín. Mörk Frakka (skot): Nikola Karabatic 8 (9/1), William Accambray 7 (11), Bertrand Gille 4 (5), Xavier Barachet 3 (5), Luc Abalo 2 (5), Didier Dinart 1 (1), Guillaume Gille 1 (5/2), Samuel Honrubia 1 (2/1), Gregoire Detrez 1 (1). Varin skot: Thierry Omeyer 13/1 (25/2) 52%, Daouda Karaboue 4 (16/2) 25%. Hraðaupphlaup: 4 Fiskuð víti: 5 Utan vallar: 4 mín. Íslenski handboltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Ísland gerði 28-28 jafntefli við heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í vináttulandsleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í kvöld. Ísland lenti mest átta mörkum undir en átti frábæran seinni hálfleik undir forystu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar. Leikurinn var kaflaskiptur í meira lagi. Frakkarnir byrjuðu miklu betur og virtust ætla að slátra íslenska liðinu er þeir náðu átta marka forskoti, 7-15. Það forskot máttu þeir þakka ömurlegum varnarleik íslenska liðsins sem tók á móti Frökkunum eins og litlum kettlingum. Báru allt of mikla virðingu fyrir þeim og virtust vera smeykir við að lemja á þeim. Nikola Karabatic var eins og kóngur í ríki sínu, skoraði úr öllum fjórum skotum sínum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hann kom því að 11 af 17 mörkum Frakka í hálfleiknum en staðan í leikhléi var 12-17. Íslenska liðið missti ekki móðinn eins og svo oft gegn Frökkum heldur kom af krafti inn í síðari hálfleikinn. Vignir Svavarsson kom með grimmd inn í vörnina og í sókninni fór Ólafur Stefánsson hamförum. Vissulega vann það með Íslendingum að Karaboue fékk að koma í markið hjá Frökkum og varði ekki skot fyrr en eftir 16 mínútur en Omeyer reyndist íslenska liðinu afar óþægur ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Það breytir því ekki að íslenska liðið var að leika af krafti og uppskar eins og það sáði. Aron Rafn Eðvarðsson var að leika sinn fyrsta landsleik og varði eins og berserkur. Er hann kólnaði kom Björgvin aftur inn og varði stórkostlega allt til loka leiksins.Með gríðarlegri baráttu og vilja náði íslenska liðið að komast yfir í leiknum. Lokakaflinn var síðan æsilegur þar sem bæði lið gerðu sig seka um mistök. Frakkarnir fengu tækifæri til þess að klára leikinn en Björgvin varði tvö víti á ögurstundu. Því miður náði Ísland ekki að taka frákast og fá lokasókn. Að lokum sættust liðin á jafntefli í þrusuleik þar sem tveir bestu handknattleiksmenn heims, Ólafur og Karabatic, léku listir sínar fyrir áhorfendur í Höllinni. Liðin mætast á nýjan leik á morgun og verður áhugavert að sjá hvort íslenska liðið geti fylgt jafnteflinu eftir með sigurleik þá. Ísland-Frakkland 28-28 (12-17) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/3 (14/3), Arnór Atlason 4 (7), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (9), Þórir Ólafsson 3 (3), Logi Geirsson 2 (2), Aron Pálmarsson 1 (8). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2 (34/2) 44%, Aron Rafn Eðvarðsson 5/1 (14/2) 36%. Hraðaupphlaup: 7 (Alexander 3, Arnór 2, Ólafur, Þórir). Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Sturla, Ólafur) Utan vallar: 6 mín. Mörk Frakka (skot): Nikola Karabatic 8 (9/1), William Accambray 7 (11), Bertrand Gille 4 (5), Xavier Barachet 3 (5), Luc Abalo 2 (5), Didier Dinart 1 (1), Guillaume Gille 1 (5/2), Samuel Honrubia 1 (2/1), Gregoire Detrez 1 (1). Varin skot: Thierry Omeyer 13/1 (25/2) 52%, Daouda Karaboue 4 (16/2) 25%. Hraðaupphlaup: 4 Fiskuð víti: 5 Utan vallar: 4 mín.
Íslenski handboltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira