Lúpínufár 8. júlí 2010 06:00 Nú hafa vinstri grænir uppvakið mikið lúpínufár og sagt henni stríð á hendur. Þetta er flokkurinn sem kennir sig við græna náttúruna. Hann fer nú í fararbroddi við að eyða grænum gróðri í uppblásnu eyðimerkurlandi eins og Ísland er nú orðið. Til fulltingis eru landgræðslustjóri og forstjóri Náttúrufræðistofnunar kallaðir til, til að blessa þessar aðfarir. Það er sorglegt að hugsa til þess að landgræðslustjóri komi til með að sá lúpínufræjum með annarri hendi og eyða henni með hinni. Og hver er orsökin fyrir þessu fári? Jú, misskilinn Ríósamningur þar sem Íslendingar hafa samþykkt að koma í veg fyrir innflutning á erlendum tegundum sem ógnað gætu vistkerfum hér. Skoðum þetta betur, því bæði lúpína og kerfill (sem líka á að eyða) hafa örugglega verið í landinu í um 60 til 70 ár, áður en þessi samningur var undirritaður og þar með á hann ekki við í þessu tilviki. Það er ekki um neinn nýjan innflutning að ræða sem þarf að koma í veg fyrir. Annað. Hvers vegna á að eyða þessum tegundum sem klæða nú örlítinn hluta landsins og gera ekkert annað en að fegra það og auðga? Ógna þessar plöntur einhverjum sjaldgæfum vistkerfum? Melum, móum, graslendi, mosaþembum? Kannski söndum og ösku? Nei, ég sé ekki að þær ógni einu eða neinu. Þvert á móti gleðja þær augað og kæta hjartað. Mosi, lyng og grös eru algengustu tegundirnar í landinu og fari eitthvað af þeim forgörðum um tíma vegna lúpínu eða kerfils er enginn skaði skeður. Komist lúpína inn á svæði þar sem einhver gróður er, er það vegna þess að viðkomandi gróðurþekja er svo götótt og slitin eftir illa meðferð okkar í yfir 1.100 ár. Hún er plástur sem kemur til með að græða sárin og auðga jarðveginn. Að lokum langar mig að benda á leiðir sem ég fer oft. Önnur er um Hafnarskóg og hin milli Akraness og Reykjavíkur. Ég þreytist aldrei á að aka til Reykjavíkur að sumri til, þegar lúpínan hefur vaxið það hátt að hún hylur allt ruslið. Mikil er fegurðin í Kollafirðinum þar sem samspil lúpínu og kerfils er eins og fegursta djásn. Og mikið er gaman að sjá hvernig til hefur tekist við að rækta lúpínuna í Hafnarskógi sem áður var að verða einn drullumelur. Bláar lúpínubreiður þar sem áður voru melar og mold. Hreint dásamleg sjón og ég hugsa oft hve það væri gaman ef allar auðnir og öll nakin fjöll á Íslandi væru orðin blá að sumri til og svo græn að blómgun lokinni, langt fram á haust. Þá væri gaman að taka undir með skáldinu og syngja „eitt sumar á landinu bláa“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú hafa vinstri grænir uppvakið mikið lúpínufár og sagt henni stríð á hendur. Þetta er flokkurinn sem kennir sig við græna náttúruna. Hann fer nú í fararbroddi við að eyða grænum gróðri í uppblásnu eyðimerkurlandi eins og Ísland er nú orðið. Til fulltingis eru landgræðslustjóri og forstjóri Náttúrufræðistofnunar kallaðir til, til að blessa þessar aðfarir. Það er sorglegt að hugsa til þess að landgræðslustjóri komi til með að sá lúpínufræjum með annarri hendi og eyða henni með hinni. Og hver er orsökin fyrir þessu fári? Jú, misskilinn Ríósamningur þar sem Íslendingar hafa samþykkt að koma í veg fyrir innflutning á erlendum tegundum sem ógnað gætu vistkerfum hér. Skoðum þetta betur, því bæði lúpína og kerfill (sem líka á að eyða) hafa örugglega verið í landinu í um 60 til 70 ár, áður en þessi samningur var undirritaður og þar með á hann ekki við í þessu tilviki. Það er ekki um neinn nýjan innflutning að ræða sem þarf að koma í veg fyrir. Annað. Hvers vegna á að eyða þessum tegundum sem klæða nú örlítinn hluta landsins og gera ekkert annað en að fegra það og auðga? Ógna þessar plöntur einhverjum sjaldgæfum vistkerfum? Melum, móum, graslendi, mosaþembum? Kannski söndum og ösku? Nei, ég sé ekki að þær ógni einu eða neinu. Þvert á móti gleðja þær augað og kæta hjartað. Mosi, lyng og grös eru algengustu tegundirnar í landinu og fari eitthvað af þeim forgörðum um tíma vegna lúpínu eða kerfils er enginn skaði skeður. Komist lúpína inn á svæði þar sem einhver gróður er, er það vegna þess að viðkomandi gróðurþekja er svo götótt og slitin eftir illa meðferð okkar í yfir 1.100 ár. Hún er plástur sem kemur til með að græða sárin og auðga jarðveginn. Að lokum langar mig að benda á leiðir sem ég fer oft. Önnur er um Hafnarskóg og hin milli Akraness og Reykjavíkur. Ég þreytist aldrei á að aka til Reykjavíkur að sumri til, þegar lúpínan hefur vaxið það hátt að hún hylur allt ruslið. Mikil er fegurðin í Kollafirðinum þar sem samspil lúpínu og kerfils er eins og fegursta djásn. Og mikið er gaman að sjá hvernig til hefur tekist við að rækta lúpínuna í Hafnarskógi sem áður var að verða einn drullumelur. Bláar lúpínubreiður þar sem áður voru melar og mold. Hreint dásamleg sjón og ég hugsa oft hve það væri gaman ef allar auðnir og öll nakin fjöll á Íslandi væru orðin blá að sumri til og svo græn að blómgun lokinni, langt fram á haust. Þá væri gaman að taka undir með skáldinu og syngja „eitt sumar á landinu bláa“.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun