Pistill: Forsetinn tók rétta ákvörðun í Icesavemálinu Friðrik Indriðason skrifar 8. janúar 2010 14:41 Eftiráspekin segir að auðvelt sé að álykta sem svo að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að vísa Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi verið sú rétta. Allt í einu hafa erlendir fjölmiðlar tekið málið upp og það svo um munar. Jafnframt er augljóst að Íslendingar eiga sér marga málssvara meðal þeirra sem máli skipta á alþjóðavísu. Þá er ekki síður fróðlegt að fylgjast með Icesave-umræðum á bloggsíðum virtra fjölmiðla á sviði viðskipta eins og til dæmis Financial Times. Þar standa nú yfir athyglisverð skoðanaskipti um annarsvegar leiðara Martin Wolf eins af ritstjórum blaðsins og hinsvegar grein í dálkinum Lex. Sjá hér: http://blogs.ft.com/economistsforum/2010/01/icelands-president-blocks-e39bn-repayment-deal-what-do-you-think/ Í Lex stendur að ef Íslendingar neiti að borga Icesave skuldir sínar sé hætta á að landinu verði útskúfað úr alþjóðasamfélaginu. Martin Wolf segir aftur á móti að ekki eigi að setja Íslendinga í skuldafangelsi. „Málið snýst um að þröngva saklausu fólki til að taka á sig tröllvaxnar skuldbindingar sem því ber hvorki lagaleg né siðferðisleg skylda til að borga," segir Wolf m.a. Hér heima hefur ákvörðun forsetans einnig haft mjög athyglisverðar afleiðingar. Allt í einu er kominn mikill sáttartónn í stjórnarandstöðuna um að reyna að ná einhverri sameiginlegri lendingu í málinu í samvinnu við stjórnarmeirihlutann. Sáttatónn sem nær hvergi örlaði á allan þann tíma sem Icesave málið hefur verið í meðförum Alþingis. Þá er einnig áhugavert að sjá hin taugaveikluðu viðbrögð forystumanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við ákvörðun forsetans en Sjálfstæðismenn virðast vera tilbúnir í miklar tilslakanir bara svo ekki verði af þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það er erfitt að átta sig á því afhverju Sjálfstæðismenn eru svona óttaslegnir við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Framsókn virðist hinsvegar hafa gengið út frá því sem vísu að forsetinn myndi staðfesta frumvarpið og voru því teknir í bólinu ef svo má að orði komast. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sagt að þjóðaratkvæðagreiðslan verði haldin að öllu óbreyttu enda eigi þjóðin rétt á henni eftir allt sem á undan er gengið. Þetta er rétt mat hjá forsætisráðherra og erfitt að sjá að atkvæðagreiðslan gangi til baka nema einhverjar töluverðar tilslakanir á núverandi lánakjörum á Icesave samkomulaginu komi frá Bretum og Hollendingum. Á meðan þingmenn halda áfram að karpa um málið á Alþingi í dag er forsetinn í essinu sínu og skorar grimmt í sókn sinni fyrir íslenska hagsmuni í erlendum fjölmiðlum. Núna síðast í sjónvarpsviðtali á Bloomberg fréttaveitunni þar sem hann hraunaði yfir matsfyrirtækið Fitch Ratings. Hvað sem segja má um forsetann og útrásardekur hans hér á árum áður verður ekki af honum skafið að hann kann að koma fyrir sig orði í erlendum fjölmiðlum. Það er langbest úr þessu að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram og væntanlega mun niðurstaðan úr henni verða sú að fella Icesave frumvarpið úr gildi. Þau málalok munu væntanlega neyða Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu en erfitt er að spá um hvort betri samningur sé í boði. Það væri þó gott ef Íslendingar næðu betri vaxtakjörum á skuldbindingar sínar eða aukinn aðgang að þrotabúi Landsbankans. Það er mikilvægt að ná samningum við Breta og Hollendinga. Án slíks samkomulags mun lánshæfismat ríkissjóðs verða áfram í ruslflokki og skuldatryggingaálagið halda áfram að hækka. Slíkt kemur í veg fyrir efnahagslega endurreisn Íslands og framlengir kreppuna hér um ókomin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftiráspekin segir að auðvelt sé að álykta sem svo að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að vísa Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi verið sú rétta. Allt í einu hafa erlendir fjölmiðlar tekið málið upp og það svo um munar. Jafnframt er augljóst að Íslendingar eiga sér marga málssvara meðal þeirra sem máli skipta á alþjóðavísu. Þá er ekki síður fróðlegt að fylgjast með Icesave-umræðum á bloggsíðum virtra fjölmiðla á sviði viðskipta eins og til dæmis Financial Times. Þar standa nú yfir athyglisverð skoðanaskipti um annarsvegar leiðara Martin Wolf eins af ritstjórum blaðsins og hinsvegar grein í dálkinum Lex. Sjá hér: http://blogs.ft.com/economistsforum/2010/01/icelands-president-blocks-e39bn-repayment-deal-what-do-you-think/ Í Lex stendur að ef Íslendingar neiti að borga Icesave skuldir sínar sé hætta á að landinu verði útskúfað úr alþjóðasamfélaginu. Martin Wolf segir aftur á móti að ekki eigi að setja Íslendinga í skuldafangelsi. „Málið snýst um að þröngva saklausu fólki til að taka á sig tröllvaxnar skuldbindingar sem því ber hvorki lagaleg né siðferðisleg skylda til að borga," segir Wolf m.a. Hér heima hefur ákvörðun forsetans einnig haft mjög athyglisverðar afleiðingar. Allt í einu er kominn mikill sáttartónn í stjórnarandstöðuna um að reyna að ná einhverri sameiginlegri lendingu í málinu í samvinnu við stjórnarmeirihlutann. Sáttatónn sem nær hvergi örlaði á allan þann tíma sem Icesave málið hefur verið í meðförum Alþingis. Þá er einnig áhugavert að sjá hin taugaveikluðu viðbrögð forystumanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við ákvörðun forsetans en Sjálfstæðismenn virðast vera tilbúnir í miklar tilslakanir bara svo ekki verði af þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það er erfitt að átta sig á því afhverju Sjálfstæðismenn eru svona óttaslegnir við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Framsókn virðist hinsvegar hafa gengið út frá því sem vísu að forsetinn myndi staðfesta frumvarpið og voru því teknir í bólinu ef svo má að orði komast. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sagt að þjóðaratkvæðagreiðslan verði haldin að öllu óbreyttu enda eigi þjóðin rétt á henni eftir allt sem á undan er gengið. Þetta er rétt mat hjá forsætisráðherra og erfitt að sjá að atkvæðagreiðslan gangi til baka nema einhverjar töluverðar tilslakanir á núverandi lánakjörum á Icesave samkomulaginu komi frá Bretum og Hollendingum. Á meðan þingmenn halda áfram að karpa um málið á Alþingi í dag er forsetinn í essinu sínu og skorar grimmt í sókn sinni fyrir íslenska hagsmuni í erlendum fjölmiðlum. Núna síðast í sjónvarpsviðtali á Bloomberg fréttaveitunni þar sem hann hraunaði yfir matsfyrirtækið Fitch Ratings. Hvað sem segja má um forsetann og útrásardekur hans hér á árum áður verður ekki af honum skafið að hann kann að koma fyrir sig orði í erlendum fjölmiðlum. Það er langbest úr þessu að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram og væntanlega mun niðurstaðan úr henni verða sú að fella Icesave frumvarpið úr gildi. Þau málalok munu væntanlega neyða Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu en erfitt er að spá um hvort betri samningur sé í boði. Það væri þó gott ef Íslendingar næðu betri vaxtakjörum á skuldbindingar sínar eða aukinn aðgang að þrotabúi Landsbankans. Það er mikilvægt að ná samningum við Breta og Hollendinga. Án slíks samkomulags mun lánshæfismat ríkissjóðs verða áfram í ruslflokki og skuldatryggingaálagið halda áfram að hækka. Slíkt kemur í veg fyrir efnahagslega endurreisn Íslands og framlengir kreppuna hér um ókomin ár.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun