Myndarlegur afgangur hélt krónunni á floti 26. febrúar 2010 12:34 Myndarlegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs á eflaust talsverðan þátt í því hversu vel krónan hélt sjó á því tímabili þrátt fyrir talsverðar vaxtagreiðslur til útlendinga í desember.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að ekki sé ástæða til að ætla annað en að áfram verði verulegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum enda er raungengi krónunnar enn afar lágt, verð okkar helstu útflutningsafurða talsvert hærra en raunin var fyrir ári síðan og innflutningur tengdur fjárfestingu og neyslu í lágmarki.Það hlýtur líka að vita á gott hversu önnur þjónusta en ferðalög og flutningar var að skila vaxandi gjaldeyristekjum nettó á síðasta ári. Þjónustujöfnuður fylgir raunar talsvert betur eftir breytingum á raungengi krónu en vöruskiptajöfnuður þar sem vöruútflutningur býr við framboðsskorður (fiskkvóti, framleiðslugeta álvera) sem ekki há útflutningi þjónustu. Eru góðar líkur á að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum verði enn meiri á yfirstandandi ári en hann var í fyrra.Mikil breyting til hins betra hefur orðið á þjónustujöfnuði undanfarið og hefur afgangur tekið við af viðvarandi halla. Samkvæmt nýbirtum tölum var 8 milljarða kr. afgangur af þjónustujöfnuði á síðasta fjórðungi ársins 2009. Þjónustutekjur voru 71,1 milljarða kr. á fjórðungnum en þjónustugjöld 63,1 milljarða kr.„Niðurstaðan er með skásta móti miðað við væntingar okkar, enda þjónustujöfnuðurinn ávallt með óhagstæðara móti á þessum árstíma. Þetta þýðir að á síðasta ári í heild var 39,3 ma.kr. afgangur af þjónustujöfnuði, og alls var 126,5 ma.kr. afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd í fyrra. Það samsvarar u.þ.b. 8,5% af áætlaðri VLF ársins 2009, sem er töluvert meiri afgangur en Seðlabankinn spáði í janúar (6,7%)," segir í MorgunkorninuSamgöngur lögðu til drýgstan hluta afgangs af þjónustujöfnuði í fyrra, en á þeim lið var tæplega 36 milljarða kr. afgangur. Hins vegar náðu tekjur af erlendum ferðamönnum ekki fyllilega að jafna sambærileg útgjöld vegna ferðalaga landans erlendis og var 7,6 milljarða kr. halli á þeim lið í fyrra. Önnur þjónusta skilaði svo nettó 11 milljörðum kr. í gjaldeyristekjur árið 2009. Af þeim afgangi komu raunar 8 milljarðar kr. í hús á síðasta fjórðungi ársins, en það er langmesti afgangur sem sést hefur á þessum lið í einum ársfjórðungi. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Myndarlegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs á eflaust talsverðan þátt í því hversu vel krónan hélt sjó á því tímabili þrátt fyrir talsverðar vaxtagreiðslur til útlendinga í desember.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að ekki sé ástæða til að ætla annað en að áfram verði verulegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum enda er raungengi krónunnar enn afar lágt, verð okkar helstu útflutningsafurða talsvert hærra en raunin var fyrir ári síðan og innflutningur tengdur fjárfestingu og neyslu í lágmarki.Það hlýtur líka að vita á gott hversu önnur þjónusta en ferðalög og flutningar var að skila vaxandi gjaldeyristekjum nettó á síðasta ári. Þjónustujöfnuður fylgir raunar talsvert betur eftir breytingum á raungengi krónu en vöruskiptajöfnuður þar sem vöruútflutningur býr við framboðsskorður (fiskkvóti, framleiðslugeta álvera) sem ekki há útflutningi þjónustu. Eru góðar líkur á að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum verði enn meiri á yfirstandandi ári en hann var í fyrra.Mikil breyting til hins betra hefur orðið á þjónustujöfnuði undanfarið og hefur afgangur tekið við af viðvarandi halla. Samkvæmt nýbirtum tölum var 8 milljarða kr. afgangur af þjónustujöfnuði á síðasta fjórðungi ársins 2009. Þjónustutekjur voru 71,1 milljarða kr. á fjórðungnum en þjónustugjöld 63,1 milljarða kr.„Niðurstaðan er með skásta móti miðað við væntingar okkar, enda þjónustujöfnuðurinn ávallt með óhagstæðara móti á þessum árstíma. Þetta þýðir að á síðasta ári í heild var 39,3 ma.kr. afgangur af þjónustujöfnuði, og alls var 126,5 ma.kr. afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd í fyrra. Það samsvarar u.þ.b. 8,5% af áætlaðri VLF ársins 2009, sem er töluvert meiri afgangur en Seðlabankinn spáði í janúar (6,7%)," segir í MorgunkorninuSamgöngur lögðu til drýgstan hluta afgangs af þjónustujöfnuði í fyrra, en á þeim lið var tæplega 36 milljarða kr. afgangur. Hins vegar náðu tekjur af erlendum ferðamönnum ekki fyllilega að jafna sambærileg útgjöld vegna ferðalaga landans erlendis og var 7,6 milljarða kr. halli á þeim lið í fyrra. Önnur þjónusta skilaði svo nettó 11 milljörðum kr. í gjaldeyristekjur árið 2009. Af þeim afgangi komu raunar 8 milljarðar kr. í hús á síðasta fjórðungi ársins, en það er langmesti afgangur sem sést hefur á þessum lið í einum ársfjórðungi.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira