Erlent

Búist við mótmælaaðgerðum

Búist er við mótmælaaðgerðum við setningu danska þjóðþingsins í Kaupmannahöfn í dag. Æskulýðssamtök sem nefnast Ungt fólk til ábyrgðar ætla að mótmæla því að sparnaður stjórnvalda í menntamálum bitnar á 8.500 ungmennum í starfsnámi sem hafa verið svipt möguleikum á starfsþjálfun.

Auk þess að mótmæla við þingsetninguna ætla samtökin að standa fyrir aðgerðum við nokkra framhaldsskóla í Kaupmannahöfn í dag, segir á vef Politiken. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×