Erlent

Námuverkamennirnir í Chile losna brátt úr prísundinni

Góðar líkur eru taldar á því að hægt verði að ná námuverkamönnunum 33 í Chile upp úr námunni sem þeir eru innilokaðir í eftir næstu helgi.

Sem kunnugt er hafa þeir verið innilokaðir á 700 metra dýpi frá því í byrjun ágúst.

Samkvæmt frétt á BBC munu björgunargöng sem verið er að bora niður til mannanna ná til þeirra eftir tvo sólarhringa. Síðan á eftir að klæða göngin áður en námuverkamennirnir verða hífðir upp í sérstöku búri einn á eftir öðrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×