Erlent

Umdeildur þingmaður ákærður

Geert Wilders Frelsisflokkurinn fékk 24 menn kjörna á hollenska þingið í kosningum í vor en hafði níu menn áður.
Geert Wilders Frelsisflokkurinn fékk 24 menn kjörna á hollenska þingið í kosningum í vor en hafði níu menn áður. Mynd/AP

Réttarhöld hófust í gær yfir hollenska þingmanninum Geert Wilders sem leiðir Frelsisflokkinn, þriðja stærsta stjórnmálaflokk landsins. Wilders er umdeildur maður í Hollandi en flokkur hans hefur harða stefnu gegn innflytjendum og þykir mörgum sem hann geri út á fordóma gegn þeim.

Wilders er ákærður fyrir að hafa kynt undir hatur gegn múslimum. Verði hann fundinn sekur er hægt að dæma hann í allt að eins árs fangelsi.

Ný samsteypustjórn var kynnt í Hollandi í síðustu viku eftir margra mánaða þóf en Frelsisflokkurinn ver hana falli.- mþl








Fleiri fréttir

Sjá meira


×