Erlent

Fleiri þjóðir vara við hryðjuverkaárásum

Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra þjóða sem gefið hafa út aðvörun til íbúa sinna um yfirvofandi hryðjuverkaárásir í Evrópu. Áður hafa Bandaríkin, Japan, Bretland og Svíþjóð gefið úr slíka aðvörun.

Talið er að al-kaída samtökin séu að undirbúa samhæfða aðgerð þar sem skotárásir verða gerðar á almenning í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og fleiri löndum.

Þá er einnig talið að ráðist verði á þekktar byggingar og minnismerki samtímis í nokkrum löndum Evrópu. Hér er átt við staði eins Effelturninn, Brandenborgarhliðið og Notre Dame kirkjuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×